Amrísk lágmenning

Mér finnst út í hött að fólk sé að tengja jólasveina við jólin; þeir koma þeim bara alls ekkert við! Jólin snúast um skírn jesúbarnsins og finnst mér liggja beinast við að fólk setji syngjandi jesúbarn (sem myndi syngja fallega trúarlega sálma) út á svalir hjá sér og þá gæti enginn kvartað. Ég bið því fólk um að athuga skreytinarnar sínar og henda út öllu sem tengist jólasveinum, snjóköllum eða hreindýrum því það hefur ekkert með jólaboðskapinn að gera. Í staðinn fyrir snjókalla mætti t.d. setja Jósep, Maríu eða heilaga anda, í staðinn fyrir hreindýr mætti setja úlfalda eins og þann sem María og Jósep ferðuðust á til Betlehem. Þannig gætum við losnað við alla þessa amrísku lágmenningu sem flæðir yfir landið í formi kókjólasveina og heiðinna snjókalla og hreindýra.

Ég á kött, sem heitir Hrellir, og hann er mikill jólaköttur. Á jólunum fær hann alltaf soðna ýsu, sem er uppáhaldið hans, og þá borðar hann alveg þangað til hann getur ekki meira og leggur sig í nokkra klukkutíma. Svo vaknar hann til að borða restina.


mbl.is Jólasveinar valda deilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Hefurðu lesið um sögu Jólanna?

Veistu hvaðan Jólin eru upprunnin?

Vissirðu að saga Jólanna er lengri en saga kristni á Íslandi í það minsta?

Veistu hvað orðið "Jól" þýðir?

Svona er hægt að spyrja lengur....

En koma svörin jafn skilmerkilega frá þér?

mbk

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 10.12.2008 kl. 18:19

2 Smámynd: Krummi

Jájá jólin eru heiðinn siður og allt það... Og kók jólasveinninn tengist jólunum ekki neitt

Krummi, 10.12.2008 kl. 18:45

3 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Fer það ekki bara eftir hverjum og einum hvað tengist jólunum. Jólasveinar, eplalykt, jesúbarnið eða wat ever.

Þorvaldur Guðmundsson, 10.12.2008 kl. 18:58

4 identicon

Hehe, ég held nú að Jesúbarnið tengist jólunum bara álíka mikið og jólasveinarnir. Allt fer þetta eftir því hverju þú vilt trúa bara :)

Svo verð ég nú að segja að svokölluð "lágmenning" er nú yfirleitt betri, að mínu mati, en svokölluð "hámenning" eða það sem regnnefarnir vilja stundum kalla bara menningu í hástemmdri tilraun sinni til að slá niður alla aðra menningu en þá sem þeim er þóknanleg.

Ef okkur líkar siðurinn finnst mér ekki skipta öllu máli hvort hann kemur frá Ameríku, Íslandi eða Danmörku.

-Davíð

Davíð Oddsson (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 22:33

5 Smámynd: Böðvar Hlöðversson

Orðið jól þýðir "Hátíð sem er haldin vegna þess að jesúbarnið fæddist á þessum degi." Fróðir menn halda því fram að kölski sjálfur hafi sett þessa s.k. heiðnu hátíð í sögubækur eftir á til þess að gera jólahátíðina tortryggilega og miðað við allt það slæma sem hann hefur gert þá trúi ég þessu alveg upp á hann.

Böðvar Hlöðversson, 11.12.2008 kl. 09:25

6 identicon

Hehe, þú ert ágætur :D

Davíð Oddsson (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband