27.11.2008 | 16:36
Fáránleg kvenremba
Hvernig dettur þessum illa klæddu stúlkum í hug að segja að karlmenn þori ekki að mótmæla? Ég er karlmaður og ég hef mætt á Austurvöll og mótmælt nýlega! Það var á síðasta laugardag þegar ég, ásamt mörg þúsund manns, mótmælti því að ráðamenn þjóðarinnar ætluðu að breyta orðinu ráðherra í ráðfrú! Þær vita kannski ekki þessar stelpur að á Íslandi er hefð fyrir því að vera vel klæddur í mótmælum, og svo á maður alls ekki að trana sér fram, því á Íslandi er hefð fyrir því að mótmæla kurteislega.
Ég á kött, sem heitir Hrellir, og hann er búinn að borða og sofa óvenjulega mikið síðustu daga, ég skil bara ekki af hverju. Hefur einhver annar kattaeigandi lent í þessu?
Í eigin skinni á Lækjartorgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.