Ég er bandbrjálaður af bræði!

Hvernig dettur þessum Norsara í hug að gera grín að okkur með þessum hætti? Er þetta kannski vegna þess að við unnum Þorskastríðin og Smugudeiluna? Er þetta kannski öfund? Ég sver það hér með og sárt við legg að ég mun aldrei, ALDREI kaupa Maarud snakk aftur og þar að auki mun ég aldrei kaupa mér IKEA húsgögn meðan ég lifi. Nú er það bara Rúmfatalagerinn fyrir mig, Færeyingar munu aldrei svíkja okkur.

Ég á kött, sem heitir Hrellir, og hann vill taka það skýrt fram að hann er ekki norskur skógarköttur.


mbl.is Norðmenn draga Íslendinga sundur og saman í háði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

IKEA er sænskt.

Heimir Pálmason (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 11:42

2 Smámynd: Böðvar Hlöðversson

Er þetta ekki allt sama tó-pakkið?

Böðvar Hlöðversson, 24.10.2008 kl. 12:29

3 identicon

Otto Jespersen en frægur í Noregi fyrir að segja svona hluti um allt og alla, og hann er bara mjög fyndinn. Það versta sem gerist er að fólk taki hann alvarlega.

Þetta lýtur mjög illa út ef maður þekkir ekki sögu mannsins... mér fannst þetta bráðfyndið!

Gunnlaugur Snær Ólafsson (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 16:59

4 identicon

Og Rumfatalagerinn er danskur! ;-)

Thor Svensson (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 19:29

5 identicon

Nei Rúmfatalagerinn er færeyskur og Ikea er sænkst....og snakkið líka.

það skiptir samt minnstu, ég tel mig mjög opna fyrir gríni og hef frekar ruglað skopskyn.  Hinsvegar finnst mér hann umæli vera HRIKALEG, og ber mikil merki um hversu mikið vantar í heilabúið á honum.  Sparkað í liggjandi þjóð sem hefur barist frá örófi alda fyrir sjálfstæði sínu!  Þjóð sem var felld af nokkrum gráðugum einstaklingum. 

Hvernig þætti öðrum þjóðum um svona ummæli? Hvernig þætti t.d. þjóðverjum að við myndum halda úti "laugardags kvöldi með nasista gríni"?

Ekki segja mér að aðrar þjóðir myndu taka þessu með þögninni.

Ég skrifaði coment á þessa umtöldu síðu sem var svo ekki birt....greinilegt að ekki má segja hvað sem er við norðmenn en þeir greinilega allt.

Svo sýnið smá dignity, þrátt fyrir allt hlýtur eitthvað að vera eftir, við börðumst ekki fyrir sjálfstæði okkar til þess að láta keyra yfir okkur og meira að segja að leyfa þeim að setja í bakk líka....

Margrét (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 01:08

6 identicon

Rúmfatalagerinn Færeyskur! Halló... Rúmatalagerinn er dönsk verslunarkedja "Jysk Sengetøjslager" eða bara "Jysk" http://www.jysk.com/ eigandin er perudanskur og heitir Lars Larsen http://www.jysk.com/frontpage/history/larslarsen.htm. Hvaðan kemur þetta eiginlega með að Rúmmfatalagerinn sé Færeyskur?

Thor Svensson (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 11:59

7 Smámynd: Margrét Björk Magnúsdóttir

Nei Rúmfatalagerinn er færeyskur og Ikea er sænkst....og snakkið líka.

það skiptir samt minnstu, ég tel mig mjög opna fyrir gríni og hef frekar ruglað skopskyn.  Hinsvegar finnst mér hann umæli vera HRIKALEG, og ber mikil merki um hversu mikið vantar í heilabúið á honum.  Sparkað í liggjandi þjóð sem hefur barist frá örófi alda fyrir sjálfstæði sínu!  Þjóð sem var felld af nokkrum gráðugum einstaklingum. 

Hvernig þætti öðrum þjóðum um svona ummæli? Hvernig þætti t.d. þjóðverjum að við myndum halda úti "laugardags kvöldi með nasista gríni"?

Ekki segja mér að aðrar þjóðir myndu taka þessu með þögninni.

Ég skrifaði coment á þessa umtöldu síðu sem var svo ekki birt....greinilegt að ekki má segja hvað sem er við norðmenn en þeir greinilega allt.

Svo sýnið smá dignity, þrátt fyrir allt hlýtur eitthvað að vera eftir, við börðumst ekki fyrir sjálfstæði okkar til þess að láta keyra yfir okkur og meira að segja að leyfa þeim að setja í bakk líka....

Margrét Björk Magnúsdóttir, 25.10.2008 kl. 12:24

8 Smámynd: Thee

Við áttum aldrei að gefa Norsurum sjálfstæði.

Thee, 28.10.2008 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband