Hvílík hneysa!

Að svona skuli koma frá þjóð sem við Íslendingar höfum dáð og dýrkað frá því Ísland byggðist! Við höfum hyllt Margréti drottningu, Kim Larsen, Ólsen gengið og fleiri og fleiri Dani og ávallt tekið þeim vel þegar þeir koma til okkar. Einnig hafa Danir tekið frægum Íslendingum opnum örmum, til dæmis er frægt þegar Stuðmenn léku fyrir fullu húsi í skemmtigarði og sjálfur Björgvin Halldórsson gerði slíkt hið sama fyrir nokkrum mánuðum. Núna virðist vera sem þessi góðu tengsl milli landanna séu á bak og burt fyrst Danir eru farnir að gera grín að vandamálum okkar. Þeir mega svo sannarlega skammast sín, og þeir geta ekki gert ráð fyrir mínum stuðningi lengur ef það kemur að því að innlima Ísland aftur inn í Danmörku.

Ég á kött, sem heitir Hrellir, og hann er miður sín yfir því hvernig ástandið er í þjóðfélaginu. Kattamatur hækkar úr öllu valdi, smáfuglarnir horast og fólk á ekki fyrir mjólk lengur til að setja í skál fyrir hann. Ég hef samt ekki eins miklar áhyggjur, því að á meðan við Hrellir eigum hvorn annan þá getur engin kreppa haft áhrif á okkur.


mbl.is Söfnun fyrir Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nú komið ansi langt síðan Íslendingar dáðu Dani frekar en einhverja aðra. Ég bjó í Danmörku fyrir ekkert svo löngu síðan og þar ríkti hreinlega ákveðið hatur á valdahroka og yfirgangi Íslands sem bitnaði á mörgum Íslendingum, sumir Danir gengu svo langt að vilja ekki yrða á Íslendinga. Gert var grín að græðgi og glæfrasemi íslenskra auðkylfinga og enginn skildi hvernig þeir gátu fengið svona mikinn pening til að kaupa upp annað hvert fyrirtæki þarna úti.

Nú er svo komið að loftbólan sem vitleysingarnir sátu á sprakk og öll þessi ógæfa fellur á íslensku þjóðina. Ég tók þessu framtaki Dananna sem "we told you so" og ég gat ekki annað en hlegið.

V (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 15:48

2 Smámynd: Böðvar Hlöðversson

Ég hef alltaf dáð Dani, og ég held að flestir Íslendingar hafi gert það líka. Þeir eru alltaf svo ligeglad, þeir eiga svo fallegt tungumál og að sjálfsögðu Kim Larsen. Svo er smörrebröd besti matur í heiminum, ég skil ekki af hverju aðrar þjóðir borða það ekki í hvert mál. Ef Danir voru hættir að yrða á Íslendinga út af því að einhverjar verslanir hafi verið keyptar þá er það líklega bara vegna þess að þeir voru ekki búnir að fá skammtinn sinn af brenndum möndlum þann daginn.

Böðvar Hlöðversson, 8.10.2008 kl. 16:49

3 identicon

Maður sparkar ekki í liggjandi mann. Danir hafa aldrei þolað velgengni okkar hvort sem hún var á rökum reist eða ekki.  Mér finnst þetta alveg nöturlegur húmor eða hitt þó heldur. Þetta eiga að heita vinir okkar en í mínum augum eru þetta ekkert annað en viðurstyggilegir bjórþambarar. Ég hef ekki tekið þátt í góðæri síðustu ára og fæ að kenna á því en get alls ekki kvartað sjálfur miðað við tugþúsunda annarra saklausra hér á klakanum.  Ég kann ekki vel við að Það sé gert grín af þeim sem sannarlega eiga bágt þessa dagana. Ég hef ekkert séð af norrnænni samstöðu nokkurn tíman þegar á reynir. Þeir munu aldrei koma okkur til hjálpar, gerðu það ekki hér áður fyrr og gera það svo sannarlega ekki núna.

þorvaldur þórsson (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 23:13

4 identicon

Og ekki gleyma að Stál og hnífur er á leið til Köben eftir nokkra daga að skemmta þessum lýð.

Sigga Jóna Jóns (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 10:14

5 Smámynd: Böðvar Hlöðversson

Ég er ánægður með að eiga loksins skoðanasystkin. Bölvaðir Baunarnir gera bara grín að okkur. Ætla þeir kannski að fara að selja okkur mölétið korn á ný?

Böðvar Hlöðversson, 9.10.2008 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband