Svívirða við vísindin

Ég skil ekki af hverju fólk vill vita hvernig heimurinn varð til. Erum við ekki með þúsundir trúarbragða sem segja okkur að heimurinn er skapaður af guði eða guðum? Það hlýtur bara að vera að einhver ein trúarbrögð hafi rétt fyrir sér þ.a. það sem þarf að gera er að rannsaka öll trúarbrögð heimsins og henda þeim sem eru röng. Þá getum við loksins hætt öllu þessu veseni með vísindi og einhver bjánaleg leiktæki sem eiga að segja okkur eitthvað um tilurð alheimsins.

Ég á kött, sem heitir Hrellir, en hann er ekki mikið fyrir vísindi og þannig vesen. Honum finnst betra að liggja í gluggakistunni og sofa.


mbl.is Merkisdagur í vísindunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekki rétt að gera ráð fyrir því að ein trúabrögð séu rétt.  Þau eru nefnilega lang sennilegast öll röng.  Það þarf ekki guð til að skapa heiminn.   Guð er bara samnefnari fyrir það sem menn nenna ekki að finna skýringu á.

Oddur (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 12:51

2 identicon

"Það hlýtur bara að vera að einhver ein trúarbrögð hafi rétt fyrir sér þ.a. það sem þarf að gera er að rannsaka öll trúarbrögð heimsins og henda þeim sem eru röng."

Nefndu mér eina einustu sköpunarsögu einnar einustu trúarbragða sem er hægt að rannsaka með vísindalegum hætti. Tilfellið er nefnilega að allar þær tilgátur eru ágiskanir einar saman.

Svo er það frekar svívirða við vísindin að vilja ekki rannsaka eitthvað svona, því öll helstu vísindaafrek eiga það sameiginlegt að enginn vissi hvernig í ósköpunum þau myndu koma að gagni fyrr en miklu síðar. Þetta er sérstaklega ríkt í tölvutækninni þar sem alls kyns statistík og furðuleg stærðfræði er farin að verða bráðnauðsynleg fyrir tölvuöryggi, sem þótti á sínum tíma í skásta falli sérvitur sóun á greind og þekkingu. Ekki veit ég hvað í ósköpunum menn hafa ætlað að gera við gagna-þjöppunar-algoriþma fyrir tíma tölvunnar allavega.

Ennfremur eru þessar rannsóknir ekki eingöngu um að rannsaka tilurð alheimsins. Tilurð alheimsins kemur eiginlega bara með sem aukapakki við að rannsaka alheiminn. Fyrsta og mikilvægasta sannfærandi kenningin um að alheimurinn (eða nánar til tekið tímarúm) hefði átt sér upphaf til að byrja með, var afstæðiskenningin.

Skammtafræðirannsóknir hafa gefið okkur nanótækni, sem nú þegar er farin að búa til afskaplega hentuga hluti á borð við teflon, en mun vafalítið færa okkur ennþá fleiri galdra seinna meir, klárlega vegna hluta eins og LHC.

Það er kannski helsta svívirðan við vísindin að ætla að trúarbrögð geti komið í stað vísindanna við að ákvarða raunveruleikann. Ég velti því stundum fyrir mér hversu mörg milljón trúarbrögð þarf að sýna fram á að séu tóm della, til að menn gefi upp trúna á trúarbrögð til að byrja með.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 13:19

3 Smámynd: Böðvar Hlöðversson

Algoriþmi? Teflon? Það hjálpar ekki málstað þínum að búa til orð út í loftið. Gefum okkur að 10% af þessum þúsundum trúarbragða sem eru til hafi rétt fyrir sér. Nei, segjum bara 5%. Þá segir einföld tölfræði okkur að það eru til a.m.k. 5 trúarbrögð sem eru vísindalega rétt.

Böðvar Hlöðversson, 8.9.2008 kl. 13:59

4 Smámynd: Birgir Hrafn Sigurðsson

Trúarbrögð eru það sem þú "trúir" á vegna þess að ekki er hægt að sanna það. Ef hægt væri að sanna að guð væri til þá væri Kristni ekki trúarbragð heldur staðreynd.

En þú þarft ekki að óttast því guð er ekki til nema í hausnum á þér vinur.

Birgir Hrafn Sigurðsson, 8.9.2008 kl. 14:51

5 identicon

;) Hehehehe.

Hvers vegna gefurðu þér að 5-10% af einhverjum trúarbrögðum hafi rétt fyrir sér hvað varði tilurð alheimsins? Nógu erfitt er að rannsaka það þegar við vitum það sem við vitum í dag, hvað þá þegar menn hafa ekkert nema ímyndunaraflið sér að leiðarljósi. Þó það væru milljónir trúarbragða myndi ég ekki giska á að hærra hlutfall en nákvæmlega 0% þeirra hefðu rétt fyrir sér.

Gefum okkur að það séu til 1.000 mismunandi jólasveinasögur. Myndirðu álykta að jólasveinnin væri til ef svo væri? Auðvitað ekki, það væri fásinna. Ég sé ekki hvers vegna í ósköpunum samsvarandi sögur með stimpilinn "trúarbrögð" eigi að fá eitthvað hærra sannleiksgildi en hver önnur tröllasaga sem er gerð til að hafa stjórn á fólki.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 15:18

6 Smámynd: Samúel Úlfur Þór

...og þið eruð að eyða tíma ykkar í þennan Þurs? Held að flestir sæju hið augljósa, maðurinn er að vera kaldhæðinn og gera gys...

Samúel Úlfur Þór, 8.9.2008 kl. 18:35

7 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

trolllllll :D

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 8.9.2008 kl. 18:35

8 identicon

Sko....

Næstum öll trúarbrögð heimsins okkar segja okkur að við erum til vegna sólarinnar. Sem er alveg rétt, þannig séð.

Ljósið er það sem heldur lífefnaframleiðslunni á moldarkúlunni okkar í gangi.

Hafið þig einhverntímann séð stjörnurnar þrjár sem eru í röð og vísa á ákveðinn stað við sjóndeildarhringinn? Þetta eru vitringarnir 3 sem finna leiðina þangað sem Jesúm (sólin okkar) er fæddur, 25 des eða á vetrarsólstöðum. Hann lífgar við það sem við höfum borðað af árið áður og gefur okkur nýja uppskeru.

Guð er sólin gott fólk.

Horfið bara á Zeitgeist myndina: www.zeitgeistmovie.com

Danni (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 03:13

9 Smámynd: Böðvar Hlöðversson

Ég er nú ekki hrifinn af því að lesendur mínir séu kallaðir þursar eða trolllllll[sic], þó þeir séu ósammála mér í einstaka málum.

Böðvar Hlöðversson, 9.9.2008 kl. 09:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband