Frábært, æðislegt!

Mér finnst þetta frábært framtak! Íbúasamtök eru vettvangur fyrir nágranna til að hittast og spjalla saman um sameiginleg áhugamál, sem oftast eru skipulagsmál. Íbúasamtök skapa líka ákveðið aðhald fyrir ríkjandi öfl þannig að þau vaði ekki yfir þegnana.

Hefði Hitler fengið sínu fram ef fólkið í landinu hefði stofnað íbúasamtök? Hefði Apartheid orðið að veruleika í Suður-Afríku ef íbúar hinna ýmsu borga og bæja hefðu hist í ráðstefnusölum og sent frá sér harðorðar ályktanir? Hefði Hringbrautin verið færð ef fólk hefði tekið sig saman og mótmælt?

Líklega ekki. Þess vegna finnst mér þetta frábært framtak; því fleiri íbúasamtök, því betra!

Ég á kött, sem heitir Hrellir, og hann ætti eiginlega að stofna kattasamtök í hverfinu til að mótmæla því að sandkassinn á leikskólanum hérna í nágrenninu er alltaf lokaður á nóttunni þannig að þeir geta ekki pissað og k*kað í hann. Ég býst við að ég laumi þessari hugmynd að honum þegar hann kemur heim á eftir.


mbl.is Íbúar hræðast aukna umferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband