8.1.2009 | 16:35
Ekki dauðir úr öllum æðum - teiknisamkeppni
Við Hrellir munum kannski skrifa hér eina og eina grein ef okkur dettur eitthvað sniðugt í hug, það skaðar ekki að kíkja hingað inn af og til.
Núna ætlum við að halda teiknisamkeppni, hvorki meira né minna! Við biðjum lesendur okkar um að teikna mynd af Hrelli, inn á hana skal setja nafn og aldur og svo má senda hana á heildraenar.allsherjarlausnir[hjá]gmail.com. Við munum birta allar myndir sem þið sendið inn!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Dóttir mín er ansi góð að teikna, en kötturinn minn, hún Mjálma, hefur ekkert verið að leggja það fyrir sig.
Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 22:15
Það hefur því miður enginn sent mér mynd ennþá. Kann fólk ekki lengur að teikna?
Böðvar Hlöðversson, 16.1.2009 kl. 16:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.