2.1.2009 | 16:15
Kveðja frá mér og Hrelli
Nú vill mbl.is meina að nafn mitt sé ekki til í þjóðskrá og því get ég ekki skrifað færslur við fréttir lengur. Þar sem einkar fáir hafa lagt leið sína á þetta litla afdrep mitt á internetinu þá tel ég að það sé enginn grundvöllur fyrir áframhaldandi skrif mín hér. Ég bið alla afsökunar sem hafa mögulega móðgast við það sem ég hef sagt á þessum vettvangi en þakka um leið fyrir allar fallegu athugasemdirnar sem lesendur hafa skilið hér eftir.
Ég á kött, sem heitir Hrellir, og hann biður alla vel að lifa og vonar að árið 2009 verði betra en árið 2008. Og 2010 líka.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:25 | Facebook
Athugasemdir
Þetta eru vondar fréttir. Ég rakst fyrst á eitt bloggið þitt fyrir nokkrum dögum, varð ögn hissa. las það aftur, las því næst nokkur komment og varð þá svo ánægður með útkomuna að ég er búinn að lesa nánast allt sem þú hefur skrifað hérna.
Eftir lesturinn finnst mér að þú verðir að halda áfram að skrifa annað hvort hér eða annars staðar, enda veitir ekki af slíku lesefni ef tekið er tillit til ástandsins í þjóðfélaginu.
Nú veit ég orðið að þú átt kött sem heitir Hrellir, er hann ekki skráður og eyrnamerktur? Gæti hann leppað síðuna?
magnus (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 01:01
Nú þykir mér týra, að bloggara sem slíkum sé meinað að blóka þykir mér bera vott um skítlegt eðli.
Böðvar, þakka þér!
Þorfinnur Sveinsson (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 20:48
Þakka ykkur fyrir hlý orð í okkar garð. Því miður er Hrellir ekki heldur í þjóðskrá, þó hann eigi það alveg jafnmikið skilið og aðrir. Ég efast um að nokkur vilji vera ábyrgðarmaður fyrir mig, enda hef ég átt það til að hitta á viðkvæmar taugar hjá sumum lesendum.
Böðvar Hlöðversson, 5.1.2009 kl. 16:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.