Er þetta mér að kenna?

Er verið að gera því skóna að ég beri ábyrgð á þessu? Ég horfi oft á Ríkisútvarpið en það er ekki þar með sagt að það sé mér að kenna að illa gangi að reka einhverja vídjóleigu í gegnum netið. Hvernig getur það annars gengið? Það vantar alla upplifunina í það að panta kvikmhynd í gegnum internetið, til dæmis vantar alveg þetta sérstaka hljóð sem heyrist þegar maður opnar spóluhulstrið og eftirvæntinguna þegar maður setur spóluna í tækið. Svo kemur maðurinn sem segir að það sé góð skemmtun að horfa á kvikmynd. Svo fylgir alltaf ánægjutilfinning því að spóla myndinni til baka fyrir næsta mann.

Ég á kött, sem heitir Hrellir, og hann hefur lítinn áhuga á kvikmyndum nema þær fjalli á einhvern hátt um kattamat (sem er frekar sjaldgæft).


mbl.is Skjárinn segir öllum upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Reynir Elís Þorvaldsson

Þú ert nú einstaklega dapur persónuleiki.

Reynir að vera eitthvað sniðugur þegar svona fréttir hellast yfir þjóðina.

Kemur ekki á óvart að þú  þurfir að auglýsa eftir bloggvinum!

Reynir Elís Þorvaldsson, 30.10.2008 kl. 11:19

2 identicon

Þú ert fyndinn, ég ætla þótt ótrúlegt megi virðast að venja komur mínar á þetta blogg.

Daði Ólafsson (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 11:32

3 Smámynd: Böðvar Hlöðversson

Þetta eru bara mín viðbrögð við þessari frétt, Reynir. Ef ég hef móðgað þig þá þykir mér það afar leiðinlegt því ég hef engan áhuga á því að móðga neinn.

Böðvar Hlöðversson, 30.10.2008 kl. 11:49

4 identicon

Böðvar - ekki hlusta á Reyni.  Yfirleitt koma bloggin þín mér til að brosa ef ekki hreinlega hlæja eins og í þetta skiptið.  Ekki veitir af að halda húmornum gangandi þegar allir eru svo niðurdregnir eitthvað!

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 13:23

5 identicon

Ég er sammála.

Það er gaman að fara í vídeóleiguna, velja sælgæti, velja mynd, fá aðra eldri með. Skoða fólkið.

Hvað er gaman að leigja mynd með fjarstýringu?

Auk þess er stundum fólk á vídeóleigunni sem hægt er að spjalla við ... 

Veraldarálfurinn (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 13:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband