28.10.2008 | 22:24
Ég fékk ekki bréfið!
Sagt er í fréttinni að þetta bréf hafi gengið á milli manna á Íslandi. Ég bý á Íslandi og ég hef ekki séð það fyrr. Því finnst mér líklegt að þarna sé verið að fara með rangt mál, þ.a. bréfið er líklega falsað. Ég lagðist í smá rannsóknarblaðamennsku (notaði leitarvél sem heitir Google, sjá leit) og komst að því að Jónína S. Lárusdóttir er ekki að vinna í téðu ráðuneyti, og líklega ekki til á Íslandi. Þetta hefðu blaðamenn mbl.is átt að vera búnir að gera mikið fyrr, a.m.k. áður en fréttin fór í loftið.
Ég á kött, sem heitir Hrellir, og hann telur að þetta bréf sé ófalsað, þrátt fyrir að ég hafi sýnt honum fram á þessa uppgötvun mína. Stundum held ég að hann sé ósammála mér bara til að fara í taugarnar á mér. Það virkar alla vega hjá honum.
Geysirgate: Dularfulla bréfið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll vinur.
Smelltu hér til að sannfærast.
Kannski að blaðamenn moggans hafi kannað málið eftir allt saman.
Kveðja,
Hrellir
Hrellir (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 22:36
jamm..leitið og þér munið finna Jónína ku víst vera ráðneytisstjóri í þessu ráðuneyti sjá http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2007/07/25/jonina_s_larusdottir_skipud_raduneytisstjori_i_vids/
Brjánn Fransson, 28.10.2008 kl. 22:37
Jónína S. Lárusdóttir skipuð ráðuneytisstjóri í ...
www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2007/07/25/jonina_s_larusdottir_skipud_raduneytisstjori_i_vids/ - 29k - Afrit - Svipaðar síður
loki (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 22:38
Já, þetta nær samt ekki að komast nálægt því að bera engar brigður á það að bréfið sé ekki ófalsað.
Böðvar Hlöðversson, 28.10.2008 kl. 23:01
Skrýtið að ganga út frá því sem vísu að bréfið sé falsað. Glasið er alltaf háf tómt hjá sumum.
Nökkvi (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 23:14
Ég er óviss að ég skilji ekki alveg hvað er ekki í gagi hér.
Thee, 28.10.2008 kl. 23:40
Um hvað er rætt á heimili þeirra Jónínu og Birgis ?
Jónína er 36 ára, gift Birgi Guðmundssyni, viðskiptastjóra hjá Landsbankanum í London og eiga þau eitt barn.
Loftur Altice Þorsteinsson, 29.10.2008 kl. 00:37
Bíddu.... er einhver í þessu máli EKKI tengdur Landsbankanum beggja vegna borðsins? Var einhver að tala um krosstengsl??? Hjálp, Samfylkingin er að breytast í Sjálfstæðisflokk!
Guðmundur Ásgeirsson, 29.10.2008 kl. 01:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.