9.10.2008 | 16:52
Tedrekkandi hyski
Bölvaðir Bretarnir eru einnig farnir að vera okkur óvinveittir, eins og Danirnir. Ég er alveg bandbrjálaður, ég mun grafa allar Spice Girls og Oasis plöturnar mínar í bakgarðinum til að mótmæla þessu. Auk þess mun ég hætta að versla allar þær vörur sem breskar eru. Kannski við munum upplifa þorskastíðin aftur, hefur einhver áhuga á því? Eru búið að hanna nýja tegund af klippum?
Ég á kött, sem heitir Hrellir, og hann borðar ekki fisk, ef honum fylgja franskar. Það er til þess að mótmæla þessum bölvuðu stælum í Bretunum.
Mjög óvinveitt aðgerð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er nú ekki vel sagt. Það er rétt að þó nokkrir Bretar hafa skrifað illa hluti um Ísland og Íslendinga á síðustu dögum (reyndar voða svipaða hluti og skrifaðir eru hér), en rétt eins og þeir verstu þar augljóslega þjást af skammtíma þröngsýni og bræði verð ég að segja hið sama um þennan póst.
Þetta er nú bara að falla í sömu gildru og sumir Bretarnir eru að falla í þessa dagana, þ.e. að gangast á móti heilli þjóð vegna athafna nokkurra manna.
Engin mál fást leyst með þessum hætti.
Bragi (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 17:45
Nú jæja, eftir að hafa séð aðra pósta á blogginu er klárt að þetta er bara grín. Sem ég féll fyrir...
O jæja. Fyndið blogg. :)
Bragi (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 17:58
Snilld :)
Þórarinn Jóhann Jónsson (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 10:43
Góður!
Heimir Tómasson, 14.10.2008 kl. 18:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.