Fáránlegur gjörningur

Nú er mér öllum lokið. Það er búið að loka fyrir alla fjármálagerninga hjá Glitni út af einhverjum bjánagangi hjá Ríkisvaldinu. Hvernig á ég að leggja inn ellilífeyrinn minn núna? Svo þarf ég að millifæra smá peninga inn á reikninginn hans Hrellis, hvernig í fjáranum á ég að gera það? Er bara búið að frysta peningana mína? Ég heimta skýringar; ef bankastjóri eða starfsmenn Glitnis lesa þetta þá væri ég alveg til í að heyra þeirra hlið.

Ég á kött, sem heitir Hrellir, og honum er öllum lokið núna þar sem hann fær ekki vasapeninginn sinn fyrir þessa viku. Ég á nokkra hundraðkalla undir koddanum en hann fær ekki mikinn kattamat fyrir það. Hann er mikill orkubolti og þarf því mikið að borða.


mbl.is Ríkið eignast 75% í Glitni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er alveg út í hött.  Það er víst hægt að nota debet og kredit kort, einnig í hraðbönkum, en hærri fjárhæðir er ekki hægt að taka út.  Þarf sjálfur á töluverðu reiðufé að halda í dag vegna viðskipta, en allt mitt fé er á reikningum í Glitni.  Samkvæmt þjónustufulltrúum þeirra get ég ekkert gert nema að bíða til morguns.

Hinrik (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 11:06

2 identicon

Ég held að þið ættuð ekki að nota hraðbankann. Farið heldur inn í útibú Glitnis og étið Nóa konfekt á meðan þið bíðið, því það er boðið upp á það gjörsamlega frítt. Er ríkið kannski búið að yfirtaka Nóa og ætlar að hella þeim í eina sæng? RíkisGlitnisNói. Vonandi stækka þá konfektmolarnir með hlaupinu í og fjölgar í kössunum.

Frú Vídalín (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband