Röng stefna

Er fólk virkilega sektað fyrir að tala í farsíma og að aka bíl? Það finnst mér einum of langt gengið. Ég vona að Ísland sé ekki að fara að breytast í lögregluríki eins og í bókinni 1984 eftir Orwell. Hins vegar er ég mjög hlynntur því að lögreglan sé hætt að elta Íslendinga, enda erum við upp til hópa löghlýðin og kristin þjóð og lítið um svarta sauði.

Ég á kött, sem heitir Hrellir, og hann er mjög löghlýðinn köttur. Hann hvorki ekur né talar í farsíma þ.a. það er mjög ólíklegt að hann verði einhvern tímann sektaður fyrir það. Einu sinni var hann sakaður um að pissa í sandkassa nágrannanna en það var aldrei sannað.


mbl.is Hætt að elta venjulega Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nokkuð langt síðan þessi lög komu,  Ef þú þarft að tala í síma meðan þú keyrir þá er geturðu bara fengið þér handfrjálsan búnað en þannig kostar ekki meira heldur en sektin.

Fleiri lönd eru farin að taka þetta upp líka, Ísland var meðal þeirra fyrstu til að banna þetta.

Jóhannes H (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 18:11

2 identicon

Jå, thetta er skelfilegt!  Bannad ad aka bil. Bannad ad tala i simann. Hvad verdur eiginlega bannad næst - ad aka bil og tala i simann?

Þórarinn Jóhann Jónsson (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband