Þetta má ekki

Ég hef alltaf lent í vandræðum með þessar bjánalegu körfur í matvöruverslununum. Ég er ekki hávaxinn maður og þarf alltaf að teygja mig á mjög óeðlilegan hátt til að ná í vörurnar sem eru neðst í kerrunni, og nú er verið að gera þær enn hærri! Svei mér þá.

Ég á kött, sem heitir Hrellir, og hann má ekki koma með mér til að versla. Ég hef reynt allflestar búðirnar, en við erum alltaf reknir út. Oftast eru notaðar einhverjar lélegar ástæður eins og að Hrellir hafi sprænt á vínberjaklasa eða að ég hafi skilið eftir bananahýði á gólfinu.


mbl.is Matarkarfan hækkar um 5-7%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Böðvar Hlöðversson

Við höfum greinilega báðir skilið fréttina á sama veg, verst að ég var ekki eins snöggur og þú að skrifa pistilinn. Ég verð greinilega líka að fara að teikna skýringarmyndir, enda getur það komið í veg fyrir óþarfa misskilning.

Böðvar Hlöðversson, 19.9.2008 kl. 15:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband