Villandi fyrirsögn

Þýðir þetta að selurinn sé ástfanginn af íbúðahverfi? Mér varð ekki um sel þegar ég sá þetta! Þegar ég las svo lengra í fréttinni kom í ljós að selurinn var skotinn með byssu í íbúðahverfi, en það ruglar mig enn meira í ríminu að á myndinni sem fylgir fréttinni er selurinn í fullu fjöri. Nú er ég einn mesti aðdáandi Morgunblaðsins sunnan Alpafjalla en ég get samt ekki látið hjá líða að benda á svona óvönduð vinnubrögð. Ég vona að Siglfirðingar taki ekki upp á því að skjóta öll dýr sem álpast inn í íbúðahverfi héðan í frá, því ef svo er þá fer ég svo sannarlega ekki með Hrelli þangað.

Ég á kött, sem heitir Hrellir, og hann væri líklega frekar hræddur við seli ef hann myndi hitta þá. Hins vegar er hann enn hræddari við vatn þannig að það er mjög ólíklegt að hann hitti nokkurn tíma sel.


mbl.is Selur skotinn í íbúðahverfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að þú skulir nenna þessu...allir löngu búnir að átta sig á því að þú ert bara einhver hálviti út í bæ...það þarf ekki annað enn að googla "old man" og þá kemur upp myndin sme þú hefur i profile...

Óli Jón (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 22:17

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Það er íbúðabyggð beggja vegna við Fjarðarána og þótt Mogginn segi marga vitleysuna þá er þessi fyrirsögn ekkert villandi. Skoðaðu þessa bloggfærslu með þvi að klikka á hana http://saxi.blog.is/blog/saxi/entry/636601/  þarna sérðu umfjöllun um kóp í Fjarðará fyrir nokkrum dögum. Ekki ólíklegt að þessi hafi verið sá sem var skotinn.

Haraldur Bjarnason, 16.9.2008 kl. 22:18

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

..sé núna að þú talar um Siglfirðinga....þetta var á Seyðisfirði. Það upplýsir fávísi þína meira en nokkuð annað.

Haraldur Bjarnason, 16.9.2008 kl. 22:20

4 Smámynd: Böðvar Hlöðversson

Óli Jón: Tja, ég hef aldrei haldið því fram að þessi mynd sé af mér enda á ég ekki þess háttar myndavél sem hægt er að nota til að setja myndir í tölvuna. Ég vona samt að ég geti bætt úr því fljótlega. Annars sárnar mér svolítið að vera kallaður hálviti[sic] opinberlega. Ég geri bara ráð fyrir að þú hafir sagt það í gríni.

Haraldur: Takk fyrir það, þetta skýrir ýmislegt. Hvað hefur selur annars að sækja þangað?

Böðvar Hlöðversson, 16.9.2008 kl. 22:26

5 Smámynd: Böðvar Hlöðversson

Ég verð líka að benda á að til að finna myndina skrifaði ég "modern old man" í téða leitarvél, því mér fannst það lýsa mér best.

Böðvar Hlöðversson, 16.9.2008 kl. 22:35

6 identicon

Þessi frétt átti að vera um náunga sem selur skot í íbúðarhverfi - þannig var það áreiðanlega

ÞD (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 23:30

7 identicon

Best finnst mér við grein þína að á meðan þú rausar yfir villandi málfari penna Morgunblaðsins, finnur maður setninguna: "Nú er ég einn mesti aðdáandi Morgunblaðsins sunnan Alpafjalla..." í texta þínum.
Er sérstakt Morgunblað sunnan Alpafjalla? Og þá væntanlega norðan Alpafjalla annað Morgunblað?

AGJ (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 23:58

8 identicon

-hlátur-

Þú ert dásemd Böðvar Hlöðversson

Lilja Jóhannesdóttir (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 00:07

9 Smámynd: Ólafur Þórðarson

fyndin færsla.

Ólafur Þórðarson, 17.9.2008 kl. 07:12

10 identicon

Ha ha góður Böðvar, alveg frábært grín hjá þér og þú náðir þeim öllum, amk föttuðu þeir ekki grínið!! með "ástfanginn af íbúðabyggð"  "selurinn í fullu fjöri"  "sunnan Alpafjalla"  og "Siglufirði" ha ha ha frábært hjá þér, já þú er básemd  

Reyk-víkingurinn (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 08:57

11 identicon

Formúlan er jafnfrábær og hún er fyrirsegjanleg; alltaf nokkrar staðreyndavillur þræddar laumulega upp á öngulinn, kastað út og ALLTAF bítur á hjá þér, bölvaður. Andskotans snilld og hananú.

Skalli (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband