16.9.2008 | 12:17
Líklega ekki gabb
Kannski var þegar búið að slökkva eldinn þegar slökkvilið bar að garði. Mér finnst það nokkur fljótfærni að ákveða að þetta sé gabb áður en það er búið að rannsaka málið að fullu. Kannski ætti að verðlauna þennan einstakling fyrir snarræði? Kannski voru einhverjir óknyttapiltar að kveikja á eldspýtum inni á leikskólanum? Hver veit? Er annars einhver þörf á slökkviliði í bæ þar sem aðeins 1500 manns búa? Ég held að Akurnesingar ættu að skoða þessi mál og kannski er hægt að spara mikið af fjármunum sem er annars ausið í óþarfa. Til dæmis er mér sagt að þarna sé flugvöllur með skúr fyrir farþega sem eru að bíða! Er það ekki fullmikið fyrir 1500 íbúa? Geta þeir ekki notað Reykjavíkurflugvöll eins og aðrir Íslendingar?
Ég á kött, sem heitir Hrellir, og hann hefur ekki komið til Akureyrar, ekki frekar en ég. Ég efast um að ég muni nokkurn tíma fara þangað enda er ekki mikið að sækja þarna. Ég hef heyrt að þarna séu veður válynd og ekkert útsýni þar sem þetta er innst í þröngum firði. Ég held ég myndi frekar fara til Vestmannaeyja.Hrellir er sammála mér í þeim efnum.
Handtekinn vegna gabbs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
"Fram kemur á lögregluvefnum að nokkru síðar hafi karlmaður á þrítugsaldri verið handtekinn og játaði hann að hafa staðið fyrir gabbinu."
Spurning um að æfa sig í lestrinum?
Anon (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 12:30
Hehe, ég bið að heilsa Hrelli, hann hljómar ágætur.
Hallur (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 12:38
" Ég held að Akurnesingar ættu að skoða þessi mál..."
Líka að athuga hvaða bæjarfélag þú ert að tala um.
Una (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 13:21
Held þú ættir að ath með nám í landafræði fyrir barnaskólaaldur. Sýnist þú vera mannvitsbrekka mikil !! Hafðu annars sem allra best.
Helgi S. (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 13:58
Óttaleg smámunasemi er þetta, ég veit nú alveg að Akurnes og Akureyri eru ekki í sama landshluta. Það er reyndar ótrúlega margt líkt hjá þessum tveimur bæjum fyrir utan staðsetninguna. Ég er bara að benda á þessa óráðsíu í Þingeyjarsýslu að halda úti slökkviliði og flugvelli með flugstöðvarbyggingu fyrir örfáar hræður.
Böðvar Hlöðversson, 16.9.2008 kl. 14:07
það búa víst 6345 manns á Akranesi samkvæmt nýjustu tölum en ekki 1500.
Steingrímur (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 14:10
Því var gaukað að mér að Akureyringar væru nýlega orðnir 1.700 þ.a. þessi bæjarfélög eiga þá ekki íbúafjölda sameiginlegan.
Böðvar Hlöðversson, 16.9.2008 kl. 14:43
Meinaru ekki 17 þúsund.... haha þetta hlýtur að vera djók hjá þér
Hanna Líba (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 15:14
http://images.google.com/images?client=safari&rls=en-us&q=old+man&ie=UTF-8&oe=UTF-8&um=1&sa=X&oi=image_result_group&resnum=1&ct=title
þarna kom ég upp um þig
Bjölli (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 18:41
Hér er heimasíða Akureyar: http://www.akureyri.is/lifsins-gaedi/tolulegar-upplysingar/nr/5689
Þarna kemur fram að árið 2007 voru Akureyringar orðnir 17253. Mér finnst það nú heldur betur tilefni til að halda úti bæði slökkviliði og flugvelli MEÐ skúr!
Rúna Vala, 17.9.2008 kl. 02:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.