12.9.2008 | 14:03
Hárrétt ákvörðun
Ég tek ofan fyrir fjármálaráðherra fyrir að taka djarfa ákvörðun á hárréttum tíma. Hvernig dettur ljósmæðrum í hug að hætta bara í vinnunni sisona? Hvernig eiga fæðingarlæknar að geta starfað eðlilega ef enginn er þar til að halda á lampanum? Eiga börn bara að fæðast í myrkri það sem eftir er? Svo skil ég ekkert í því að ljósfeðrafélagið hafi ekki blandað sér í deiluna ennþá, eru þeir kannski sáttir með sín laun?
Ég á kött, sem heitir Hrellir, og hann fæddist (Hvað er eiginlega rétta orðið fyrir fæðingu kattar? Kastaðist? Gaust? Barst?) um hábjartan dag á jónsmessnótt fyrir u.þ.b. 15 árum og þar var engin ljósmóðir viðstödd. Ég man samt ekki hvort það hafi verið vegna verkfalls.
Gæti leitt til stigmögnunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
hehe segir nokkuð kall
Jón Snæbjörnsson, 12.9.2008 kl. 14:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.