3.9.2008 | 16:45
Er ekki stórt H í Hrelli?
Ég held að Mogginn þurfi algerlega að hugsa sinn gang, þessi grein er kolröng frá upphafi til enda. Í fyrsta lagi er Hrellir ekki leikari í sjónvarpsþáttum, og það er ekki á dagskránni. Í öðru lagi er Hrellir ekki framúrskarandi ljúfur í umgengni. Í þriðja lagi er Hrellir löngu hættur að ofsækja fólk og í fjórða lagi er hann ekki frjálslyndur. Það eina sem er rétt í greininni er að til að leika Hrelli þurfi að kunna hvernig á að vera klikkaður. Þetta er Mogganum til háborinnar skammar.
Ég á kött, sem heitir Hrellir, og honum finnst Jennifer Aniston ekki vera góð leikkona. Hann er hrifnari af Courteney Cox.
Aniston í hlutverki hrellis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það passar vel að blogga við þessa frétt, fyrir hönd hans Hrellis litla.
Ég hef alltaf jafn gaman af því að fylgjast með ævintýrum Hrellis.
Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 20:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.