Farið það kolað í fúlan pytt

Detti mér allar dauðar lýs úr höfði. Til hvers þarf ríkissjóður að taka yfirdráttarlán? Til að kaupa fartölvu? Eða kannski nýjan jeppa? Hvernig væri að draga aðeins úr einkaneyslunni hjá ríkinu í staðinn fyrir að taka lán fyrir henni? Nú er kominn tími til að þeir sem stjórna þessu ríki fari nú að spara aðeins við sig ýmsan óþarfa, t.d. mætti hætta að ausa peningum í asnalega hluti eins og listamannalaun, sinfóníuhljómsveitina, dagpeninga og eftirlaun fyrir stjórnmálamenn, forsetann (nema Dorrit, hún má fá alla þá peninga sem hún þarf), landbúnaðarkerfið o.s.frv. Það væri hægt að eyða þessum hlutum í eitthvað betra, til dæmis væri ég tilbúinn til að sitja á Alþingi fyrir lægri laun en flestir þingmenn þar sem það er frí hálft árið.

Ég á kött, sem heitir Hrellir, og hann er mjög mikið á móti útþenslu ríkisvaldsins. Það er eiginlega eina málefnið sem við erum sammála um. Hann hefur samt ekki kosningarétt ennþá, blessaður anginn. Vonandi verður bætt úr því fljótlega.


mbl.is 30 milljarða króna lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Var ekki góðæri í gær? Hvar er potturinn sem hefði átt að nota til að komast gegn um dýfuna sem alltaf fylgir, eins og hagfræðingurinn í Stjórnarráðinu ætti að vita.

Bit annars að heilsa Hrelli.

Villi Asgeirsson, 2.9.2008 kl. 14:59

2 Smámynd: Böðvar Hlöðversson

Ég skilaði kveðju til Hrellis; hann þakkar fyrir sig og biður þig vel að lifa.

Böðvar Hlöðversson, 2.9.2008 kl. 15:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband