27.8.2008 | 17:23
Ólympíufarar hvað?
Hvað með alla hina ólympíufarana sem fengu enga medalíu? Hefðu þeir fengið þessar móttökur ef handboltaliðið hefði ekki fengið silfurverðlaun? Mér er spurn. Ég vona að fólk gleymi ekki öllu frábæra sundfólkinu okkar sem hefði staðið sig miklu betur ef laugin hefði ekki verið svona ólík þeim á Íslandi og ef dagsformið hefði verið betra.
Ég á kött, sem heitir Hrellir, og hann hatar að synda.
Landsliðið komið heim | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Æi Brostu
Pétur (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 17:38
Ég er hjartanlega sammála, er þetta ekki dæmigert fyrir þessa stjórnmálamenn að hampa svona boltavitleysingum sem hetjum frekar en þeim íþróttamönnum sem ekki geta treyst á að heilt lið bjargi þeim þegar þeir skíta á sig?
Ég veit ekki hvort fer meira í taugarnar á mér, stjórnmálamennirnir sem nánast eignuðu sér silfrið, múgurinn sem mætti til að fagna þeim eða skrattans handboltaasnarnir sjálfir.
Þorfinnur Sveinsson (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 11:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.