25.8.2008 | 15:26
Saklaus leikur
Ég skil ekki hvað er verið að fetta fingur út í þetta. Mega krakkar ekki leika sér lengur án þess að lögreglan sé mætt á svæðið? Þarna er alls engin hætta á ferðum, þetta er bara saklaus leikur tveggja drengja. Gæti lögreglan ekki gert eitthvað þarfara eins og að sekta fólk fyrir að virða ekki stöðvunarskyldu?
Ég á kött, sem heitir Hrellir, og hann er mjög löghlýðinn köttur. Einu sinni fór hann óvart yfir götu án þess að fara yfir á gangbraut og ég fór með hann á lögreglustöðina þar sem hann fékk gott tiltal og síðan hefur hann ekki brotið nein lög.
Ofsaakstur á skólalóð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
sorglegt að höfundur sé ekki með meira vit en þetta
ssss (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 15:59
Það er eitthvað mikið eitthvað að hjá þér Böðvar.
Marta smarta, 25.8.2008 kl. 16:06
Fólk er alltaf að segja að það sé eitthvað að hjá mér. Ég er með ansi harðan skráp en ég þoli ekki að verða endalaust fyrir aðkasti.
Böðvar Hlöðversson, 25.8.2008 kl. 16:40
er öllum leyft að blogga á blog.is.. held að það sé vissara að síja út svona fávita..
sk (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 16:51
Sæll, Böðvar
Alveg er það með eindæmum hversu mikið skrif þín laða að sér geðsjúklinga sem finna sig knúna til að skrifa athugasemdir í grettistaki veiki sinnar.
Þú ert sem viti í ólgusjó móðursýkinnar og pólitískri rétthugsun. Þú ert maðurinn sem þorir að standa upp og segja að keisarinn sé ekki í fötum.
Augljóslega er hér aðeins um börn að leik að ræða. Meiddist einhver hér? Nei ekki nokkur maður. Þessir ökuþórar skemmtu börnunum með að sýna hæfileika sína og sýndu þeim fram á hversu svöl þau gætu orðið ef þau aðeins leggja það á sig að æfa slíka ökulist þegar þau hafa aldur til.
Fólk má ekki missa sig í múgsefjuninni.Þundur Freyr (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 17:54
sk: Mér finnst nú óþarfi að sía fólk út af blog.is og einnig er of langt gengið að kalla það fávita. Ég má þó til með að benda á að strangt til tekið er það ekki að blogga heldur er það að skrifa athugasemdir við mína bloggfærslu.
Þundur Freyr: Þakka þér fyrir fögur orð í minn garð. Við skulum þó ekki kalla lesendur mína geðsjúklinga, enda vitum við lítið sem ekkert um þá. Að öðru leyti erum við skoðanabræður í þessu máli.
Böðvar Hlöðversson, 25.8.2008 kl. 20:13
Samkvæmt næstu frétt voru þessir... jahh, óhugnarlega heimsku og tregu dópistar voru jú undir áhrifum fíkniefna og með meira af svoleiðis í bílnum, OG voru teknir fyrir hraðakstur þegar lögreglan sá þá stuttu seinna.
Það er bara ekki hægt að afsaka svona hegðun með öðru en heimsku. Og ef þú styður heimsku þá er jú lítið hægt að setja út á það. Þetta er jú minnihlutahópur og það er ekki gott að tala illa um minnihlutahópa, en þessi hópur þarf samt á mikilli hjálp að halda.
Valbjörn Júlíus Þorláksson, 26.8.2008 kl. 00:17
Pff, hraðakstur er enginn glæpur, fólk má setja út á fíkniefnin mínvegna, en hraðakstur og þetta spól skaðar engann.
Siggi (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 15:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.