Óþarfa bjartsýni á krepputímum

Á tímum kreppu og harðinda er ekki rétt að gleyma sér í einhverjum fagnaðarlátum yfir því að nokkrir menn með bolta hafi staðið sig betur en nokkrir aðrir menn sem voru ekki eins góðir að kasta bolta. Á sunnudaginn taka svo timburmennirnir aftur við þ.a. ég mæli með því að fólk taki því rólega. Þegar þetta er skrifað stendur gengisvísitalan í rúmum 156 stigum og það er ekkert að fara að breytast þrátt út af einhverju kjánalegu sporti sem enginn fylgist með.

Ég á kött, sem heitir Hrellir, og hann heldur oftast með Norðmönnum í öllum íþróttum þar sem hann er ættaður þaðan. Hann er samt ekki norskur skógarköttur.


mbl.is Íslendingar í úrslitaleikinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dr Negative mættur á svæðið :)

Óli (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 14:43

2 identicon

Er ekki erfitt að vera alltaf svona "jákvæður" þetta hlýtur að taka verulega á svona á þessum síðustu og bestu tímum.

Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 14:49

3 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Far þú nú bara að stinga hausnum í sand gamli minn.Þér hlýtur að líða afskaplega illa,af allri þessari neikvæðni þinni.

Hjörtur Herbertsson, 22.8.2008 kl. 15:30

4 Smámynd: Böðvar Hlöðversson

Kannski er ég neikvæður, en það er allt í lagi þegar ég hef rétt fyrir mér. Þess vegna líður mér bara alls ekkert illa.

Böðvar Hlöðversson, 22.8.2008 kl. 15:35

5 identicon

hahahaha

hressandi að fá smá neikvæðniskammt þegar allir eru að tapa sér í gleðinni yfir handboltanum (og þar með talin ég).

Þú ert fyndinn!:)

x (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband