12.7.2008 | 15:15
Þetta er engin vinna
Það er alveg ótrúleg vitleysan sem fólki dettur í hug. Veit þessi maður ekki að hér er kreppa og að nú eiga flestir sem vettlingi geta valdið að fá sér vinnu og hjálpa þannig samfélaginu. Það er ekki mikið upp úr því að hafa að dansa við einhvern foss úti á landi. Ekki hef ég nú horft á þennan dans enda hef ég ekki áhuga á því, dans er bara fyrir börn og konur. Enginn alvöru karlmaður lætur sjá sig dansandi ódrukkinn, hvað þá einhvers staðar úti á landi.
Ég á kött, sem heitir Hrellir, og hann er ekki gefinn fyrir vinnu. Ég reyndi einu sinni að þjálfa hann til að sækja póstinn fyrir mig en það gekk ekki sem skyldi. Hann á svo erfitt með að halda á lylklinum að póstkassanum vegna þess að hann er með svo breiðar loppur. Kannski ég geti kennt honum að dansa, hver veit?
Milljónir horfa á dansara við Seljalandsfoss | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 29.7.2008 kl. 11:09 | Facebook
Athugasemdir
Við Hrellir erum að fara í frí í viku þ.a. við bloggum ekki mikið á meðan.
Böðvar Hlöðversson, 15.7.2008 kl. 22:21
það er komin vika :/
dad (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 23:35
Já það er löngu komin vika...
Manni er farið að langa að vita hvað hann Hrellir hefur að segja
Árni Sigurður Pétursson, 25.7.2008 kl. 15:03
Takk fyrir þessar hlýlegu athugasemdir. Ég fer nú vonandi bráðum að komast í það að blogga meira. Hrellir er úthvíldur eftir fríið og hefur frá mörgu að segja.
Böðvar Hlöðversson, 30.7.2008 kl. 13:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.