Burt með svona lið

Alveg er það óþolandi að hingað á okkar fína land skuli koma sérvitrir eiturlyfjasalar. Það er margbúið að sanna skaðsemi marijúana plöntunnar, og það á ekki að líðast að hingað komi fólk gagngert til að selja Íslendingum vímuefni. Ég vona að þessi maður verði sendur burt eins og gert hefur verið við aðra glæpamenn hingað til.

Ég á kött, sem heitir Hrellir, og hann segist ekki hafa prófað vímuefni. Hann er samt stundum svo glaður að ég á bágt með að trúa honum. Maður veit aldrei hvað hann er að láta ofan í sig þegar hann er úti, kannski er hann að borða lauf á marijúanaplöntu. Maður veit aldrei með þessi dýr.


mbl.is Berst fyrir lögleiðingu fíkniefna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í glámskyggni minni hef ég ekki komið auga á, í þessari frétt, að þessi maður stundi eiturlyfjasölu. Þú værir kannski til í að benda mér á hvar það kemur fram? Ég kem ekki auga á aðra sekt mannsins en þá að vera ósammála þér hvað varðar bann eða lögleiðingar fíkniefna. Sé það málið - ertu þá að mæla fyrir einhvers konar fasisma? ...að menn með öðruvísi skoðanir skuli meðhöndlast sem glæpamenn?

Sveinn (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 21:37

2 Smámynd: Böðvar Hlöðversson

Ég er ekki að segja að það eigi að menn með öðruvísi skoðanir eigi að meðhöndlast sem glæpamenn, frekar að það eigi að gera það við menn með rangar skoðanir. Ef það er fasismi þá verð ég víst að lifa með því.

Böðvar Hlöðversson, 11.7.2008 kl. 21:53

3 identicon

Að segja aðrar skoðanir annarra en sínar eigin vera rangar skoðanir tel ég jaðra við fasisma. Vitur maður sagði eitt sinn "Ég fyrirlít skoðanir þínar, en ég er tilbúinn að láta lífið til þess að þú megir tjá þær frjálslega".

En þú hefur ekki enn bent mér á hvar þessi maður er sagður eiturlyfjasali í fréttinni. Væri þér sómi að því að verða við þeirri beiðni minni - eða draga þá staðhæfingu þína til baka að öðrum kosti.

Sveinn (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 22:53

4 identicon

Hef sjaldan séð jafn stolinn og sorglegan brandara og þú ert að halda úti með þessari síðu.

aron (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 23:20

5 Smámynd: Böðvar Hlöðversson

Sveinn: Ég geri ráð fyrir að þarna sértu að vitna í Immanuel Kant. Annars finnst mér það eiginlega sami hluturinn að segja fólki að það megi borða marijúana eins og að selja það.

 aron: Ég hef sjaldan séð jafn stolna og sorglega athugasemd og þú ert að halda úti með þessari athugasemd (?)

Böðvar Hlöðversson, 11.7.2008 kl. 23:48

6 identicon

"Annars FINNST mér það EIGINLEGA sami hluturinn....." Og þess vegna kallarðu manninn eiturlyfjasala? Þetta er jú kannski rökfræði út af fyrir sig. Sjálfur er ég til dæmis fylgjandi frjálsri neyslu á áfengi. FINNST þér ég þá kannski EIGINLEGA verða orðinn sprúttsali?

Sveinn (IP-tala skráð) 12.7.2008 kl. 00:01

7 identicon

Þetta er nú eitt það fyndnasta sem ég hef heyrt (lesið) á ævinni! Ekki er ég einungis kallaður alkóhólisti, heldur er talað um "hegðun" mína á blogginu sem og "óhamingju". Þetta er sannkallað skólabókardæmi um HUNDALÓGÍK. Viðkomandi hefur ekkert fyrir því að rökstyðja sitt mál, heldur fleygir fram rakalausum fullyrðingum, sem segja meira um gáfnafar hans sjálfs en um mína persónu.

Sveinn (IP-tala skráð) 12.7.2008 kl. 01:32

8 identicon

Jón, það er rétt hjá þér að ég sé ekki risavaxinn bleikan fíl, en ætla mætti að þú hafir orðið fyrir slíkri reynslu miðað við málatilbúnað þinn. Þér til fróleiks er stundum talað um það að fólk sjái gjarnan bleika fíla þegar það þjáist af delerium tremens. Ég er ekki sérfróður um áfengissýki, en eftir því sem ég kemst næst, að þá er delerium tremens einmitt afleiðing slíkrar sýki. Hér á kannski við málshátturinn "Margur heldur mig sig"?

Sveinn (IP-tala skráð) 12.7.2008 kl. 01:50

9 identicon

Þetta var hressandi umræða.Ég hef ekki hlegið jafn vel í óratíma. Ja, ekki síðan húmanistarnir fór að krefjast pólitísks hælis fyrir Kenýa manninn.

Auðvitað á að setja menn í pólitískar búðir fyrir rangar skoðanir og afvötnun fyrir að hvetja til frjálsrar/óstjórnlega áfengisdrykkju/sprúttsölu.

Auðvitað er jafn augljós tengingin á milli maríjúana áhugans og áhuga Kenía mannsins á pólitísku hæli.

Veraldarálfurinn (IP-tala skráð) 12.7.2008 kl. 02:43

10 identicon

Asni var ég! Auðvitað átti ég að vita að þú værir svona dæmigerður grínisti, því það talar enginn svona með fullu viti. Þetta er bara nokkuð góður húmor hjá þér og eftir að hafa rennt aftur yfir skrifin með það fyrir augum, hafði ég bara mjög gaman af. Haltu áfram á sömu braut og þú ættir að fá fullt af heimsóknum.

Sveinn (IP-tala skráð) 12.7.2008 kl. 12:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband