11.7.2008 | 13:15
Vonandi fer hann
Ég vona að hann fari frá þessu liði, ég er á þeirri skoðun að leikstíll hans henti ekki ítalska fótboltanum. Ég tel að best fyrir hann í stöðunni væri að spila í Danmörku eða Svíþjóð, þar er fótboltinn á mjög háu plani og þar eru fleiri ljóshærðir menn af norrænum uppruna sem ætti að henta honum betur. Svo legg ég til að hann ljúki ferlinum hér á Íslandi, hann gæti t.d. spilað síðustu árin með Fram eins og hann gerði hér á árum áður þegar hann var að jafna sig eftir meiðsli í nára sem hann fékk í Hollandi.
Kötturinn minn, sem heitir Hrellir, er mjög áhugasamur um fótbolta. Hann verður samt dauðhræddur ef ég rúlla fótbolta í áttina að honum, ég held honum finnist bara betra að horfa á hann í sjónvarpinu.
Arnór reiknar með að Eiður Smári fari frá Barcelona | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þú ert fyndinn
Jói (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 13:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.