Frábært hjá þeim

Mér finnst þetta alveg ótrúlega skemmtileg saga. Mér finnst frábært að Íslendingar séu loksins farnir að nýta nútímatækni við innkaup og ég vona svo sannarlega að fleiri muni nýta sér þennan skemmtilega ferðamáta. Til dæmis myndi þetta minnka umferðarteppur mikið ef fólk myndi frekar fljúga en fara á einkabílnum, og þannig minnkar að sjálfsögðu mengunin. Það væri því öllum landsmönnum til hagsbóta ef fleiri myndu nota þyrlur til að komast á milli staða.

Ég á kött, sem heitir Hrellir, og hann er ekki hrifinn af pylsum. Hann er heldur ekki hrifinn af því að fljúga þ.a. hann myndi ekki koma með mér ef ég færi á þyrlu út í búð að kaupa pylsur.


mbl.is Þyrlan nýtt í pylsukaup
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Böddi, þetta er alveg rétt hjá þér. Maður á ekki alltaf að vera með þessa náungaöfund. Hvað er því að eiga þyrlu? Nú er kominn tími til að sjoppan þarna selji Belúga kavíar. Ég er oft búinn að biðja þá um að hafa kavíar í sjoppunni, og kampavín , en það þarf greinilega einhverja þyrlukarla til að koma fyrir þeim sönsum.

Hrellir myndi örugglega fíla kavíar. Whiskas er ógeð miðað við góðan kavíar.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 10.7.2008 kl. 11:33

2 Smámynd: Böðvar Hlöðversson

Þarna er ég þér fyllilega sammála. Ef fólkið vill Belúga kavíar, þá á það að fá Belúga kavíar. Það eru eiginlega mannréttindi að geta nálgast matinn sem maður vill hvar sem er.

Böðvar Hlöðversson, 10.7.2008 kl. 15:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband