Léleg músík

Ég man eftir því þegar þessi hljómsveit var upp á sitt versta. Þá stundaði ég þá iðju að fara á skemmtistaðina til að dansa, en í hvert sinn sem lag kom með þessum kjötbolluétandi og húsgagnasmíðandi svíagrýlum þá settist ég niður úti í horni því þessi „lög“ fá lappirnar á mér bara alls ekki til að hreyfast. Ef Johnny Cash er hins vegar settur á fóninn þá fara fæturnir á mér í fimmta gír og ég dansa frá mér allt vit. Ég lofa því lesendum hér með að ég muni ekki fara á þessa kvikmynd. Ef ég slysast til að fara á myndina, þá ætla ég a.m.k. að sitja mjög kyrr í sætinu mínu.

Ég á kött, sem heitir Hrellir, og hann dansar aldrei við tónlist. Hann er svolítið vel í holdum, blessaður anginn, þannig að hann nennir ekki að hreyfa sig mikið að óþörfu. Þegar ég opna kattamatardós þá hins vegar skeiðar hann eins og vænsta hross, og þá er ekki að sjá að hann þurfi að grenna sig.


mbl.is Aldrei saman á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilla Sver

Kæri Bö Hö.  Ég lofa að vera blogvinur þinn og "kommennta" á næstum allt sem þú skrifar.. En þá verður þú líka að lofa að tala ALDREI aftur illa um ABBA. ps. þetta með danskunnátu þín... það myndi bara ekki skipta máli hver myndi spila undir.  Hils Lilla

Lilla Sver, 7.7.2008 kl. 13:46

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hahaha kjötbolluétandi og húsgagnasmíðandi svíagrýlum.

Ég hef oft spáð í hvað er góð tónlist og hvað er léleg tónlist. Það er svolítið erfitt að halda því fram að eitthvað svo vinsælt og sem hefur lifað jafn lengi og lög ABBA séu lélega lagasmíðar. Þær hafa allavega glatt marga ansi lengi.

Jóna Á. Gísladóttir, 7.7.2008 kl. 14:05

3 Smámynd: Böðvar Hlöðversson

Já, ég var kannski fullharðorður. Dans er bara svo mikið tilfinningamál fyrir mér. Ég vil samt alls ekki missa af tækifæri til að eignast bloggvini. Samt sem áður hefur tónlist Abba bara ekki þau áhrif á mig að ég rjúki út á dansgólfið og dansi líkt og enginn sé morgundagurinn. Það þarf þó ekki að þýða að músík þeirra sé léleg.

Böðvar Hlöðversson, 7.7.2008 kl. 15:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband