Bullið í þessu liði

Ég hef þrennt við þetta að athuga: Í fyrsta lagi þá heitir þetta ekki Ingólfstorg, þetta hefur verið kallað Hallarniðsplanið síðan ég man eftir mér, vegna þess að áður fyrr stóð þarna hús Innréttingana sem var kallað Höllin. Í öðru lagi þá eru þegar þrjú hús þarna, eitt sem selur pylsur, annað sem selur samlokur og þriðja sem selur ís. Ef það hefur ekki truflað neinn hingað til þá sé ég enga ástæðu til þess að vera að bölsótast yfir einum kofa í viðbót.

Það er gaman að segja frá því að ég á kött (hann heitir Hrellir) sem hefur einu sinni farið með mér í göngutúr á Hallarniðsplanið. Honum fannst ekkert gaman að vera í bandi og svo er hann lítið gefinn fyrir að vera innan um fólk. Steininn tók svo úr þegar honum var bannað að spræna á súluna á torginu, þá vildi hann ólmur fara aftur heim.


mbl.is Kaupmenn ævareiðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband