Stór mistök!

Hvernig ætla þeir að koma slökkviliðssöngunni á lítið mótorhjól? Er enginn að hugsa dæmið til enda? Þeir hefðu átt að hringja í mig fyrst því ég hefði bent þeim á að það komast ekki margir lítrar af vatni á svona hjól og svo getur slangan ekki heldur verið stór. Þessi tilraun er dæmd til að mistakast og slökkviliðsmennirnir verða aftur komnir á fínu rauðu bílana innan skamms. Hvað verður gert við bílana á meðan, verða þeir seldir eða leigðir út? Spyr sá sem ekki veit.

Kötturinn minn, sem heitir Hrellir, reyndi einu sinni að kveikja í húsinu mínu með því að velta niður logandi kerti. Ég held enn þann dag í dag að það hafi verið viljandi, en hann vill meina að það hafi verið óvart. Þá var eins gott að slökkviliðsmenn voru ennþá að nota gömlu góðu bílana en ekki vélhjól.


mbl.is Slökkviliðsmenn á vélhjólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

VÆL!

jói jóns (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 20:05

2 Smámynd: Böðvar Hlöðversson

Það er óþarfi að væla yfir þessu, þetta er staðreynd.

Böðvar Hlöðversson, 3.7.2008 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband