2.7.2008 | 09:26
Ekki fyrsta parið
Þetta er yfirgengilega villandi fyrirsögn. Eiga þessar stúlkur virkilega að vera fyrsta samkynhneigða parið? Hvað með Hörð Torfa og Pál Óskar, Begga og Pacas, Davíð og Jón Baldvin, nú eða Njál og Gunnar? Mér finnst þetta samt frábært hjá þessum stelpum að gifta sig í kirkju þrátt fyrir að kirkjan hafi fordæmt samkynhneigð í næstum 2000 ár.
Ég á kött, sem heitir Hrellir, og hann er ekki samkynhneigður. Reyndar er búið að gelda hann en ég held að hann sé samt mjög rómantískur köttur, t.d. heillaði hann eina læðu hérna upp úr skónum um daginn með því að pissa tignarlega á bíldekk.
Fyrsta samkynhneigða parið giftist í kirkju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hingað til urðu samkynhneigðir að ganga í staðfesta samvist hjá sýslumanni og gátu svo fengið blessun í kirkju, en þessar stúlkur verða þær fyrstu á Íslandi sem ganga í staðfesta samvist í kirkju, án þess að þurfa að fara til sýslumanns fyrst. Sá er munurinn.
AB (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 10:50
Þess vegna finnst mér þetta svona villandi. Ef einhver gáfaður eins og ég getur misskilið þetta, þá getur hver sem er misskilið þetta.
Böðvar Hlöðversson, 2.7.2008 kl. 14:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.