29.6.2008 | 15:08
Víst er þetta Prada
Þegar það kemur að flottum merkjum þá er hann Benedikt kaþólskari en páfinn. Hann hefur ætíð verið þekktur fyrir að láta bera á sér, sumir hafa kallað hann Paris Hilton Páfagarðs, enda er hann ekki frægur fyrir neitt annað en að vera frægur. Annars finnast mér þessi ummæli í fréttinni með að hann klæðist Kristi afar ósmekkleg, það er alger óþarfi að ýja að því að páfinn sé samkynhneigður.
Ég á kött, sem heitir Hrellir, og hann myndi örugglega ganga í Prada skóm ef hann hefði efni á því. Hann þarf samt að safna lengi miðað við þann vasapening sem ég læt hann fá vikulega.
Páfi klæðist ekki Prada | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hrellir þarf bara eitt par af skóm, enda vangefinn, en það kemur ekki að sök. Hann spjarar sig þót Böðvar sé nískur
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 29.6.2008 kl. 15:16
Þetta er ansi skemmtileg mynd hjá þér, vinur! Annars hef ég ekki hugsað út í það hvort Hrellir sé vangefinn, er hægt að láta rannsaka það einhvers staðar? Mér hefur alltaf fundist hann vera svo vel gefinn.
Böðvar Hlöðversson, 29.6.2008 kl. 16:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.