27.6.2008 | 09:38
Frábær landkynning!
Mér finnst alveg frábært að Ronaldinho sé að auglýsa íslenskan drykk, því við vitum jú öll að íslenska vatnið er það besta í heiminum! Bara vegna þessa þá hef ég ákveðið að halda með Spánverjum í úrslitaleiknum á EM því mér finnst þetta frábært framtak hjá stráknum. Við getum öll verið stolt af þessum dreng og einnig af þessari vösku sveit fólks sem hefur lagt blóð svita og tár í að gera þennan frábæra drykk að veruleika. Ég ætla út í búð við fyrsta tækifæri til að kaupa eina flösku.
Ég á kött, sem heitir Hrellir, og hann drekkur eiginlega bara nýmjólk eða rjóma. Sumir segja að það sé ástæðan fyrir því að hann sé vel í holdum en ég veit betur, hann er bara örlítið stórbeinóttur. Kannski ég prófi að gefa honum þennan drykk, það sakar ekki að prófa.
Ronaldo auglýsir íslenskan íþróttadrykk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Frábær húmor á þessari síðu. Finnst tengingin við köttin Hrelli frábær. Skemmtilegar rangfærslur í texta.
Villi (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 12:26
Gætir þú nokkuð bent mér á þessar rangfærslur? Ég er ekki hrifinn af svona ásökunum.
Böðvar Hlöðversson, 27.6.2008 kl. 12:37
Böðvar það er Ronaldo en ekki Ronaldinho sem aulýsir íslenska vatnið,og á það vel við að besti knattspyrnumaður í heimi auglýsi besta vatn í heimi.
Hjörtur Herbertsson, 27.6.2008 kl. 13:23
já og Ronaldo er Portúgali, ekki Spánverji þannig að þú getur alveg sleppt því að halda með Spánverjum í úrslitaleiknum....
Villi (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 16:25
Voðaleg smámunasemi er þetta! Ronaldo er eiginlega það sama og Ronaldinho, og svo eru Spánn og Portúgal nánast sama landið!
Böðvar Hlöðversson, 27.6.2008 kl. 16:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.