20.6.2008 | 16:59
Ekki hross
Ég hélt að allir vissu að betra orð yfir hross er hryssa. Alveg er ég viss um að sá sem skrifaði greinina býr í Kópavogi þar sem engir hestar búa. Annars finnst mér skrítið að þessi ísbjörn hafi verið að álpast þarna upp á hálendi Íslands á þessum tíma árs, ég vona að þeir finni hann fljótlega áður en hann finnur einhvern annan.
Kötturinn minn, sem heitir Hrellir, skildi einu sinni eftir sig spor í garði nágrannans, en enginn kallaði út björgunarsveitir og lögreglu enda er hann prýðisköttur sem skilur ekki eftir sig djúp spor.
Hálendisbjörn trúlega hross | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Samkvæmt mínum málskilningi þá nær orðið hross yfir bæði hesta og hryssur. Er það einhver misskilningur hjá mér?
Varðandi orðaleikina sem þú nefnir í færslum hér á undan þá er viðbjóðurinn í orðabókinni hans Péturs. Heitir hún ekki Pétrísk-íslensk orðabók, og hefur að geyma urmul af skemmtilegum túlkunum á íslenskum orðum.
Ísbjörninn er ágætur en skondnari er sagan af mömmu stráks sem hét Leifur Örn. Svo þegar hún fór að sæja hann á leikskólann skildu fóstrurnar ekkert hvað konan var að vila þegar húns sagðist vera að sækja LeifArnar.
Landfari, 20.6.2008 kl. 17:22
Ég sakna þess að þú bloggir.
Vala Flosadóttir (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 15:58
Það er kötturinn Hrellir sem bloggar, ég alveg viss um það!
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 27.6.2008 kl. 09:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.