17.6.2008 | 12:12
Ömurlegt drasl
Ég nota aðeins Internet Explorer vafrann, enda er hann frá hinu fína fyrirtæki Microsoft sem býr til allar góðar tölvuvörur í heiminum. Ég skil ekki af hverju einhver reynir að búa til vöru sem á að vera betri en sú besta og það án þess að rukka fyrir! Það er augljóst að þannig tilraunir eru dæmdar til að mistakast.
Kötturinn minn, sem heitir Hrellir, er hrifnari af Firefox vafranum en það er eitt af fáum málum sem við erum ósammála um.
Firefox stefnir á met | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Æ vá finnst þér þetta fyndið í alvörunni?
Jói (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 12:30
ég hef verið að nota firefox 3 fyrist betu og svo rc útgáfurnar og hann er mun bertri en firefox 2, en sú útgáfa fannst mer alltaf vera frekar leiðinleg og hæg.
joi (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 13:20
Mér líkar alla vega betur við Firefox þar sem hann er ekki eins og gatasigti sem hleypir öllu í gegn og t.d. miklu öruggari þegar þú ert að surfa í gegnum porn eða crack sites, plús að hann virkar miklu betur þegar þú ert að horfa á eitthvað í stream, en það er bara mín skoðun.
Hvað er það t.d. sem þér finnst virka betur í IE (bara spyr af forvitni ekki til að gangrýna btw)?
Sem dæmi um frumleika að þá kom Firefox t.d. löngu á undan IE með tabbed browsing og add-on´s sem Microsoft apaði síðan bara eftir Mozilla.
guðrún (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 14:40
Ég get alla vega sagt að ef að ég væri tölvuhakkari og ætlaði að búa til einhverja vírusóværu sem að kæmi í gegnum vafran hjá fólki myndi ég styðjast við foritunina úr vinsælasta vafranum og þeim sem að fylgir bara með nýjum tölvum (internet explorer) það er bara staðreynd að fólk sem veit lítið um tölvur og öryggi á netinu notast við explorer, Explorer er ágætisvafri enn hann hefur ekki tærnar þar sem firefox hefur hælana, bæði í viðmóti og öryggi.
Ásgeir Ólafsson (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 15:16
Það eru samt flestar athugasemdir hér af þeim bloggum sem eru að blogga um FF 3 :D
En NOTIÐ Firefox, annars ...
Gaursson (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 18:59
Ég er nú hrifnastur af Internet Explorer 6, enda er hann ekki með þessu flipaþrugli sem var troðið á næstu útgáfu. Annars vil ég þakka ykkur fyrir að vera óhrædd við að tjá ykkar skoðun, þó hún sé röng.
Böðvar Hlöðversson, 17.6.2008 kl. 22:32
Frekar að nota Lynx, enda er hann ekki með þetta grafíska viðmót sem er algjört rugl og hægir bara á.
Freyr Bergsteinsson, 18.6.2008 kl. 18:10
Þá finnst mér nú betra að sækja síður bara með wget og lesa hrátt „html.“
Böðvar Hlöðversson, 19.6.2008 kl. 10:51
Það er sorglegt að karskarfur[sic] eins og þú sért að eyða tíma þínum í að benda mér á að ég sé að stæla þitt karrýgula vefsetur með mínu hvíta og græna vefsvæði. Ég er þó sanngjarn maður og er alltaf tilbúinn til að bjóða hinn vangann og vil því kurteislega benda þér á að ég hef aldrei álpast inn á þitt vefsetur en eftir stutta heimsókn þangað sá ég að ég mun ekki venja komur mínar þangað í framtíðinni. Þú ert samt örugglega fínn náungi inn við beinið þrátt fyrir þessar skrítnu ásakanir.
Böðvar Hlöðversson, 20.6.2008 kl. 09:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.