Viltu ís, Björn?

Ég mátti nú til með að gantast smá, þó málið sé alvarlegt. Fyrir þá sem ekki skilja grínið, þá gæti einhver sagt þessa setningu við mann eða dreng sem heitir Björn þegar hann býður honum ís. Það er þó ekki það sem er kómískt við þetta, heldur er það vegna þess að setningin hljómar eins og maður sé að segja: „Viltu ísbjörn?“ Það er hins vegar fyndið af því að engum dytti í hug að bjóða öðrum ísbjörn, hvað þá að þiggja eitt stykki! Sumir segja að grín sé ekki lengur fyndið eftir að það er búið að kryfja það en mér finnst það ekki eiga við í þessu tilfelli.

Ég á kött, sem heitir Hrellir, og hann kallaði mig einu sinni viðbjóð eftir að ég hafði boðið honum afgangs við til að brýna klærnar á. Mér fannst það ekkert fyndið.

 


mbl.is Ísbjörn í æðarvarpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahahaha snillingur :D

Stefán (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 15:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband