16.6.2008 | 10:54
Mesti jarðskjálfti Íslands!
ÉG ER Í MIKLU UPPNÁMI NÚNA ÞVÍ ÉG HEF ALDREI FUNDIÐ EINS MIKINN JARÐSKJÁLFTA OG ÞENNAN ÁÐUR! HÉR HRISTIST ALLT OG SKALF OG UPPÁHALDSBOLLINN MINN DATT Á GÓLFIÐ EN SEM BETUR FER BROTNAÐI HANN EKKI! Á STUNDU SEM ÞESSARI ÞAKKAR MAÐUR SÍNUM SÆLA FYRIR AÐ VERA Á LÍFI, EN NÚNA VEIT MAÐUR HVERNIG TILFINNING ÞAÐ ER AÐ VERA VIÐ DAUÐANS DYR!
Kettinum mínum, sem heitir Hrellir, brá mjög við þennan jarðskjálfta og hann gat ekki fengið sig til að borða né drekka í smá stund eftir þetta. Hann er samt búinn að borða núna og er farinn að leggja sig.
Jarðskjálfti á Suðurlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ef þetta á að vera fyndið verð ég að segja að mér finnst þetta sérlega óviðeigandi grín. Fólk hér á Suðurlandi er rétt að jafna sig eftir stóran skjálfta þar sem margir urðu fyrir miklu tjóni og fólki var verulega brugðið. Mér finnst ekkert sniðugt við það að gera grín að viðbrögðum fólksins.
Kristín (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 11:48
Sammála. Lágkúrulegt grín en segir kannski mest um "grínarann"
Sigurbjörn Arnar Jónsson (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 12:22
Vááá hvað þetta er ekki fyndið hjá þér. Ef þú kemur til Hvergerðis eða Selfoss þá væru þeir ekki lengi að að tusk þig til.
Haraldur (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 12:26
Gott hjá þér Böðvar - við hin erum orðin þreytt á vælinu í þessum móðursjúku kerlingum.
Jón Garðar (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 12:28
Mér dettur nú ekki í hug að gera lítið úr þeim sem misstu margar eigur sínar og jafnvel hús í skjálftanum sem varð í lok maí, enda tengist hann þessari frétt engan veginn. Þeir sem ekki urðu illa úti í skjálftanum og gátu samt lesið eitthvað móðgandi út úr þessari grein ættu að lesa þetta. Þótt þú minnist á líkamsmeiðingar Haraldur þá er ég viss um að þú ert samt fínn náungi inn við beinið.
Böðvar Hlöðversson, 16.6.2008 kl. 12:38
Það var ekkert fyndið við þennan skjálfta, það dóu engir. :(
Siggi (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 12:57
Samhryggist út af bollanum.Gott að hann brotnaði ekki.Guðs mildi
brynja (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 13:10
Ekki fyndið? Ég drapst næstum úr hlátri þegar ég las þetta!
Máni (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 13:42
Er nú reyndar selfyssingur og lenti sjálf illa í skjálftanum. Þið megið kalla okkur móðursjúkar kerlingar en mér þætti gaman að sjá viðbrögð ykkar í svipuðum aðstæðum. Það var hrein guðs mildi að enginn slasaðist alvarlega í þessum snarpa skjálfta.
Kristín (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 15:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.