Rétt ákvörðun

Nú veit ég ekki mikið um þessa söngkonu en ég tel að þarna hafi hún veðjað á réttan hest. Brúðkaup er ein mesta peningasóun sem hægt er að hella sér út í þar sem fólk skilur hvort eð er stuttu seinna. Þetta ætti bara að vera þannig að fólk hringi inn til skattsjóra og tilkynni að það sé ennþá gift. Brúðkaupið sjálft gæti þá verið framkvæmt í gegnum síma á skrifstofutíma. Ef fólk vill bjóða gestum þá væri það ekkert mál því nútíma símtól eru búin hátölurum þannig að allir geta heyrt hvað er að gerast. Þetta myndi líka losa fólk við skilnaði því skatturinn skrári fólk skilið ef það hringir sig ekki inn einu sinni á ári.

Ég á kött, sem heitir Hrellir, og hann var einu sinni hrifinn af læðu hér í næsta húsi en hún leit aldrei við honum. Hún endaði svo undir bíl þannig að hann losnaði við allt vesenið í kringum brúðkaup og þess háttar. 


mbl.is Carey hættir við annað brúðkaup
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég vil meira blogg frá þér:D!

fkn snillingur ;D  

magnús (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 17:58

2 Smámynd: Böðvar Hlöðversson

Þakka þér fyrir Magnús, sérstaklega fyrir að kalla mig snilling, þó ég eigi það alls ekki skilið. Mér sárnar þó að þú bendlir mig við Félag Kattavina á Neskaupsstað (F.K.N.), því ég er alls ekki meðlimur þar. Hins vegar er ég stoltur meðlimur Páfagauka-, Ísbjarna- og Kattavinafélags Austurbæjar.

Böðvar Hlöðversson, 15.6.2008 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband