11.6.2008 | 12:46
Bölvað rugl
Hverjum dettur í hug að flytja inn fíkniefni í okkar óspillta land? Fyrir utan það er krónan náttúrulega búin að hríðfalla í verði þ.a. ætlaður hagnaður af sölu þessara efna er mikið minni en áður hefði verið. Mér finnst að þessir aðilar hefðu átt að gera betri áætlanir áður en þeir fóru út í þetta, því nú stefnir alveg örugglega í gjaldþrot hjá þeim. Til dæmis væri sniðugt að fara í Háskólann í Reykjavík og læra að gera viðskiptaáætlanir því hefðu þeir gert eina þannig þá hefðu þeir líklega séð að innflutningur þessara efna var glapræði.
Kötturinn minn, sem ber nafnið Hrellir, er búinn að vera voðalega þreyttur síðustu daga en ég vona að það sé ekki vegna þess að hann sé kominn út í neyslu fíkniefna.
Ekki tilviljun að hass fannst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Var ekki verið að dæma fyrrverandi starfsmann Fjármálaráðuneytisins í fangelsi í dag., ekki veit ég betur.
Sá hlýtur að hafa kunnað á viðskiptaáætlanagerð, fyrir utan það að vera með tvo dóma á bakinu fyrir fíkniefnamisferli, annan frá 2000 og hinn frá 2004 eða 5 ef ég las rétt á www.domstolar.is þá fær hann samt sem áður vinnu í fjármálaráðuneytinu.
Er skortur á starfsmönnum orðinn það mikill, að ráðuneytin þurfa að ráða dópræfla í lausar stöður ?
Gulli (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 16:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.