Þetta er ekki fyndið!

Ég er alveg brjálaður yfir þessu „uppátæki.“ Hvernig dettur mönnum svona vitleysa í hug? Var Svarthöfði kristintrúar? Nei, ég held ekki. Fyrir utan þessa grófu sögufölsun þá finnst mér alveg forkastanlegt að koma svona fram við grey prestana sem þurfa núna að tala við fullt af fólki sem á í fjárhagserfiðleikum. Fyrir utan það náttúrulega að prestar eiga örugglega ekki sjálfir fyrir afborgunum af sínum íbúðum og bílum. Það er líka alger skrípaleikur að vera að klæða sig í svona fáránlegan búning bara til að labba nokkur skref að einhverri kirkju og gera grín að jesú og félögum hans.

Ég á kött, sem heitir Hrellir, og hann myndi aldrei láta sér detta í hug að klæða sig í svona fáránlegan búning. Hann getur ekki einu sinni gengið á afturfótunum. 


mbl.is Svarthöfði á vegum félagsmanna í Vantrú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Júúú þetta er víst fyndið

Dama (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 12:45

2 Smámynd: Böðvar Hlöðversson

En prestarnir? Má gera grín að þeim? Ég held nú ekki. Maður gerir ekki grín að þeim sem passa upp á að fólkið í landinu geti fræðst um visku Lúkasar og Tómasar og þeirra kumpána.

Böðvar Hlöðversson, 11.6.2008 kl. 12:49

3 identicon

HAHAHAHAHA...

toto (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 13:00

4 identicon

Mér finnst þetta ótrúlega fyndið og frábært tækifæri sem vantrú.is veitir kirkjunni, sbr. þessi færsla

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 14:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband