Fáránleg ályktun

Hvernig dettur þessum landsbyggðarlýð í hug að hafa skoðanir á svona málefnum? Það er ekki eins og þessi ísbjörn hafi gengið á land á landsbyggðinni. Þetta er algjörlega einkamál höfuðborgarbúa og þetta er viðkomandi knattspyrnuliði til skammar. Við höfum fullan rétt til að verja okkur gegn ágangi hvers konar bjarndýra; þau borða fiskinn okkar og skilja eftir för utan vega.

Ef kötturinn minn, sem heitir Hrellir, myndi ganga á land á Austfjörðum, myndu þeir þá skjóta hann? Ég vona svo sannarlega ekki.


mbl.is KFÍ mótmælir drápi lukkudýrs félagsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

KFÍ er körfuboltafélag!

Landsbyggðarlúður 

Þórdís Einarsdóttir, 9.6.2008 kl. 15:56

2 identicon

Af hverju er þetta einkamál höfuðborgarbúa???

Guðmundur (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 15:59

3 identicon

Þú ert snillingur. Hvernig hefur hann Hrellir það?

Unnar (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 16:01

4 Smámynd: 365

Ef kötturinn þinn myndi ganga á land á Austfjörðum þá yrði hann skotinn á staðnum.  Þeir myndu halda að þarna væri Mynkur á ferð.

365, 9.6.2008 kl. 16:16

5 Smámynd: Böðvar Hlöðversson

Mér finnast þessi ummæli öll dæma sig sjálf. Nema kannski það sem Unnar segir.

Böðvar Hlöðversson, 9.6.2008 kl. 16:22

6 identicon

Ha ha ha ha þessir bjánar hljóta að vera að grínast    og vá voru þeir lengi að fatta þetta berast fréttirnar svona sent þangað ? er 'fattarinn' í þeim svona langur ? eða voru þeir búnir að gleyma að þetta er lukkudýrið þeirra ?

Það er engin spurning að það eina rétta var að skjóta þetta dýr

Egill (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 16:22

7 Smámynd: Böðvar Hlöðversson

Ég get reyndar viðurkennt að ég fór með fleipur þarna, KFÍ er víst körfuboltafélag. En allt annað stendur.

Böðvar Hlöðversson, 9.6.2008 kl. 16:23

8 identicon

þessir vestfirðingar eru ekki í lagi... þessi björn á heima hérna á Sauðárkróki á safni hér... þessir vitleysingar sem gerðu þessa yfirlýsingu fá bara puttan frá mér!!

Axel (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 18:46

9 Smámynd: Katrín

Hvað varð um humorinn sem eitt sinn einkenndi landann?  Jú hann varð eftir á Vestfjörðum

Katrín, 9.6.2008 kl. 20:13

10 Smámynd: Pétur Sig

Til að sjattla málin og menn telji sig ekki bera skarðan hlut frá borði er ég tilbúinn að taka bangsa og breiða hann út fyrir framan arininn hjá mér með ginið opið. Ég sendi svo bæði ísfirðingum og sauðkrækingum mynd af mér liggjandi á honum á lendaskýlu.

Pétur Sig, 9.6.2008 kl. 20:33

11 identicon

Er ekki best að siga Hrelli hræðilega á björninn. Þeir gætu þá breimað saman

Sibbi (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband