7.6.2008 | 18:10
Hrókeringar hjá Frjálslyndum
Maður veit bara ekki lengur hvaðan á sig stendur veðrið. Fyrst Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, svo Þórólfur Árnason og nú þetta. Hver verður svo borgarstjóri í mars 2010? Mér finnst að frjálslyndir verði að fara að ákveða sig hver verður borgarstjóri úr þeirra röðum, þetta er þeim til háborinar skammar. Svo er hefð fyrir því að karlar séu borgarstjórar og finnst mér það ekki rétti tíminn núna til að rjúfa þá hefð.
Kötturinn minn, Hrellir, er reyndar úr Mosfellssveit en hann er samt mikið á móti því að endalaust sé skipt um borgarstjóra.
Hanna Birna verður borgarstjóri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Böðvar þú hefur ekki alveg fylgst með því Frálslyndir eru alls ekki í borgarstjórn og hafa því ekkert með að gera hver verður næsti borgarstjóri. Ólafur F. er í Íslandshreyfingunni með Ómari Ragnarssyni.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 7.6.2008 kl. 19:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.