Eru svona fáir í þjóðkirkjunni?

Ég hélt að það væru yfir 150 þúsund manns í hinni evangelísku-kaþólsku þjóðkirkju sem er á Íslandi. Er þetta kannski enn einn sértrúarsöfnuðurinn sem er að slíta sig frá kirkjunni? Af hverju er þetta kallað félag leikmanna? Mér finnst að Jón Gnarr megi skammast sín fyrir að falsa söguna svona.

Kötturinn minn (hann heitir Hrellir) hefur miklar skoðanir á trúmálum og hann er eiginlega kaþólskari en páfinn þegar það kemur að því að vera búddisti.


mbl.is Segja upp viðskiptum við Símann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Björnsson

Jú, jú það eru miklu fleiri í Þjóðkirkjunni. Þetta er hins vegar leikmenn í Kathólsku kirkjunni á Íslandi, en hún er með höfuðkirkju sína á Landakotstúni. Þeir nota orðið leikmaður yfir alla meðlimi sem ekki eru vígðir þjónar.

Kær kveðja, Kristján í Eyjum

Kristján Björnsson, 5.6.2008 kl. 11:47

2 Smámynd: Böðvar Hlöðversson

Hvaða kirkja er kaþólska þjóðkirkjan, og hvað er höfuðkirkja? Núna skil ég a.m.k. hvað er meint með orðinu „leikmaður.“

Böðvar Hlöðversson, 5.6.2008 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband