Hvaða vitleysa!

Ég bý í Reykjavík og ég fann ekki neitt! Maður er farinn að halda að sumir séu gjarnir á að gera úlfalda úr mýflugu.
Kötturinn minn, sem heitir Hrellir, virtist a.m.k. ekki hafa tekið eftir neinu. 


mbl.is Afar öflugur jarðskjálfti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vaknaði við þetta, fór að sofa eftir vinnu kl 2... Þetta var sko úlfaldi félagi! :)

Axel M. Karlsson (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 15:55

2 Smámynd: Bylgja Hafþórsdóttir

Hefðir átt að vera hér í Hvalfjarðarsveitinni. Hristist allt og skalf

Bylgja Hafþórsdóttir, 29.5.2008 kl. 15:55

3 identicon

Rugludallur, þetta var rosaskjálfti á suðurlandi, hrundi úr hillum og ennþá skjálftahrinur á selfossi og hveragerði.

Daði (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 15:56

4 identicon

já ég er nú bara hér í kópavogi og lék á reiðiskjálfi!! þetta var sko deffinetlí úlfaldi félagi!

Björg (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 15:56

5 identicon

Þú þarft eitthvað að láta athuga í þér eyru og augu þar sem þetta fór ekki fram hjá neinum þar sem ég sit :)

Jonni (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 15:56

6 identicon

Ég er í Borgartúninu í Reykjavík, hér hrisstist allt og nötraði!

Gestur (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 15:56

7 identicon

Hér í vesturbænum skalf allt og nötraði. Einn öflugasti skjálfti sem ég hef fundið, ef ekki sá öflugasti. Er í blokk og íbúðin sveiflaðist.

Vesturbænum (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 15:57

8 identicon

já... ég skelf enn.... Það hristist allt hjá mér hér í vesturbænum. Það er eitthvað að jafnvægisskyninu hjá þér góði minn....

kristin (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 15:57

9 identicon

Ég er á efri laugarveginum og ég horfði meira að segja á rúður handa götunnar hristast og skjálfa

gestur (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 15:58

10 identicon

Er í Grafarholti, það skalf allt og nötraði hérna, veit líka til þess að allt skalf heima hjá mér í Garðabæ.

Hafi fólk ekki tekið eftir þessu þá eru skynfæri fólks ekki alveg í lagi.

Bjössi (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 15:59

11 identicon

Sama og allir segja hérna fyrir ofan ... þú ættir að koma þér fram úr rúminu og finna jörðina skjálfa ... hristir vel upp í manni fyrir helgina.

Birgir Þór Halldórsson (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 15:59

12 identicon

jamm! það var sko jarðskjálfti!

jóna (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 16:00

13 identicon

Það hristist allt herna í Mosfellsdalnum ert þú í e-u neðanjarðar einangruðu byrgi sem finnur ekki fyrir neinu eða ?

sunna (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 16:00

14 identicon

Engin svefnfriður fyrir þessum jarðskjálftum,

ég hrökk upp af værum blund, hélt að strætó hefði keyrt á húsið.

Siggi (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 16:02

15 identicon

ég á heima í dk. og frétti vinkona mín hringdi á meðan skjálftinn var. hún á heima í kef. hún sagði að myndir og allt hristust á veggnum og húsið hristist. hún talaði einmitt um að þetta væri einn öflugasti sem hún hefði fundið.

ragna (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 16:02

16 Smámynd: Böðvar Hlöðversson

Þið verðið þá að sýna mér einhverjar tölur um að þetta hafi verið alvöru jarðskjálfti. Ég er í miðbænum og það rétt sást á mjólkurglasinu að það væri að hristast. Ég hélt að það væri bara flugvél að fljúga yfir.

Böðvar Hlöðversson, 29.5.2008 kl. 16:03

17 identicon

ég fann ekki neitt, er í hafnarfirðinum....

Reynir (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 16:05

18 identicon

Er á akureyri og fann þungt högg á húsið.

bb (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 16:06

19 identicon

6,7 félagi, og ekki gaman að vera á 4 hæð í Orkuveitu húsinu

Finnur (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 16:06

20 Smámynd: Ylfa Lind Gylfadóttir

Alin upp í Hveragerði, er núna í Reykjavík, get ekki sagt að þetta hafi nú verið neitt svakalegt, hef nú fundið það verra, og þá mikið verra..... Ekki viss um að Árnesingur finnist sem viðurkenni að þetta hafi verið skjálfti yfirleitt, meira bara svona upphitun, en svo fer þetta auðvita eftir upptökum hvernig hann fannst hvar.

Ylfa Lind Gylfadóttir, 29.5.2008 kl. 16:06

21 Smámynd: Ylfa Lind Gylfadóttir

6.7? Neeei voðalega hef ég verið sofandi!!!

Ylfa Lind Gylfadóttir, 29.5.2008 kl. 16:07

22 identicon

er í keflavík fann hann greinilega.  ljósakrónan sveiflaðist til

Stebbi (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 16:12

23 identicon

Fann greinilega fyrir honum í Hvömmunum í Hafnarfirði!

Sigrún (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 16:15

24 Smámynd: Böðvar Hlöðversson

Ég sé enga frétt um þetta á visir.is, þ.a. ég er farinn að halda að þetta séu samantekin ráð hjá einhverjum hópi fólks til að láta mig halda að ég hafi upplifað jarðskjálfa.

Böðvar Hlöðversson, 29.5.2008 kl. 16:17

25 identicon

Breiðholt hér, og fann hressilega vel fyrir þessum skjálfta!

Ingi (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 16:19

26 identicon

Þetta var óþæginleg tilfinning!!!

Ég svima núna.

úlfar viktor (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 16:23

27 Smámynd: corvus corax

Efsta hæðin í turninum við Smáratorg er auðvitað staðurinn til að vera á þegar svona titringur verður! Ætli staffið þar hafi tekið eftir þessu?

corvus corax, 29.5.2008 kl. 16:23

28 identicon

6.1! skjálftinn 17 júní 2000 var 6.5 svo þetta var nú mjög stór jarðskjálfti.

sunna (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 16:23

29 identicon

vá já þetta var ekkert smá, ég var sko skíthrædd síríuslí:S x)

Sigga (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 16:26

30 identicon

þetta fannst pínu hérna á hvolsvelli en hef alveg fundið þá stærri sko :D.. systir min býr í hveragerði þar er allt vitlaust sjúkrabílar kallaðir út og allt:D

ivar (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 16:31

31 Smámynd: Böðvar Hlöðversson

Ég átti einu sinni Lödu sem var með svo lélega fjöðrun að ef maður keyrði á malarvegi þá var hægt að hrista málningu í honum. Ég held að hún hafi jafngilt jarðskjálfta á bilinu 7-7,2 á richter. Ekki sá ég það nokkurntíma í fréttunum.

Böðvar Hlöðversson, 29.5.2008 kl. 16:31

32 identicon

éger í kringlunni og ég er aðdeyja... skilti sem hengu úr loftunum sveifluðust smá stund eftir ár..

AAAA!!!ég er ennþá skíííthrædd...

flashback til 2000....

Guðný (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 16:34

33 identicon

Það hristist allt herna í Mosfellsdalnum ert þú í e-u neðanjarðar einangruðu byrgi sem finnur ekki fyrir neinu eða ?

sunna (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 16:00

6,7 félagi, og ekki gaman að vera á 4 hæð í Orkuveitu húsinu

Finnur (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 16:06

http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/05/29/afar_oflugur_jardskjalfti/

held að þú ættir að skoða mbl.is

nafnlaus (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 16:34

34 identicon

hahaha! ekki ár.. heldur eftir á!

Guðný (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 16:34

35 identicon

http://earthquake.usgs.gov/eqcenter/recenteqsww/Quakes/quakes_big.php

6.7 baby

Alfonso (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 16:35

36 identicon

Já, þeir á usgs eru búnir að endurmeta hann og segja hann vera 6.1 núna ;)

Finnur (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 16:39

37 identicon

Ég er á Ísafirði og fann ekki neitt ! Ég var bara að hoppa í sjóinn:D

Anton (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 16:41

38 identicon

Sorry maður, ég ætlaði ekki að missa handlóðin

Pétur (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 16:41

39 identicon

Fann ekkert í kringlunni og engin skilti sveiflast. held að fólk sé að ofmeta þetta annars staðar en á selfossi

c (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 16:50

40 identicon

http://www.mbl.is/mm/frettir/

hey gamli gaur (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 16:50

41 identicon

Fyrirgefiði, ég var að prumpa.  Vonandi hef ég ekki valdið miklu ónæði.

Gummi (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 16:57

42 Smámynd: Böðvar Hlöðversson

Núna var ég að heyra að það hafi fundist smá hristingur í nokkrum húsum á Selfossi, þ.a. þetta er kannski ekki alger uppspuni.

Böðvar Hlöðversson, 29.5.2008 kl. 17:06

43 identicon

Ég vinn í tollhúsinu í reykjavík og þar hristist allt, og það þarf mjööög mikinn skjálfta til að tollhúsið hristist!

Engir hlutir féllu úr hillum en það var ekki langt í það ..

Sandra Þórólfsdóttir (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 17:08

44 identicon

Er í 107 og hér nötraði allt og skalf. Kom sprunga í vegg og mótorhjólið mitt datt á hliðina :(

Inda (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 17:39

45 identicon

Jahá.. ég var á 4 hæð i blokk í mosó, ljósakrónan sveiflaðist öll og ég fór í hláturskast. Mér fannst þetta nú bara stuð sko ! meirameiraaa?

Annaa° (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 17:42

46 identicon

Er á Akureyri - ég fann skjálfta líka... líklegra hins vegar að það hafi verið sá sem var rétt við Ólafsfjörð. Sá var undir 3.0 á richter samkvæmt Veðurstofunni.

http://vedur.is/skjalftar-og-eldgos/jardskjalftar/

Stefán (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 17:53

47 identicon

ertu að grinast ulfald ur myflugu! eg var uppa svolum á þriðju hæð og mer fannst eins og husið væri að fara hrynja og eg by i kopvoginu

frikki (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 18:02

48 identicon

"Ég átti einu sinni Lödu sem var með svo lélega fjöðrun að ef maður keyrði á malarvegi þá var hægt að hrista málningu í honum. Ég held að hún hafi jafngilt jarðskjálfta á bilinu 7-7,2 á richter. Ekki sá ég það nokkurntíma í fréttunum."

hahaha þú ert snillingur!

Guðmundur (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 18:07

49 identicon

6.2 er nýjasta talan og það hafa komið nokkrir eftirskjálftar, sá stærsti 3.9 á richter. alveg óþarfi að segja að fólk sé að gera úlfalda úr mýflugu. til þess að búa til þennan skjálfta þarf að sprengja eitt megatonn af tnt og jarðskjálfti á bilinu 6-6.9 á richter er "strong". upplýsingar fengngar á wikipedia.org

Tinna (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 18:14

50 identicon

Pallurinn fyrir utan hjá mér skalf og speigill sem ég leit á meðan skjálftanum stóð va næstunn dottin :/

Feler (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 18:21

51 identicon

Fyrir alla þá sem spyrja: "Ertu ekki að grínast?"

Svarið er jú... fyrir þá sem ekki eru búnir að fatta það.

Sigfríður (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 18:23

52 identicon

ég fann allt hristast. ljósakrónur og allt hangandi sveiflaðist eins og brjálað! ég bý í reykjavík(104)

rólegur að halda að allir séu að grínast í þér! kíktu bara á mbl eða hlustaðu á útvarpið kallinn minn! 

svava (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 19:01

53 identicon

ég er í Laugardalnum og ég átti erfitt með að standa i lappirnar á meðan skjálftinn var

agusta (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 21:32

54 identicon

Ja ég var bara á röltinu á Selfossi þegar ég fann skjálftann. Bílar sveifluðust til og ég sá götuna og ljósastaura bogna einhvernveginn ... Þetta var rosalegt

Hrafnkell (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 22:07

55 identicon

ég skal sko seigja ykkur eitt. Að skelfa er dreigið af hugtakinu afspirna og það er það sem að gerðist í dag. jörðin afspirnaðist! eða hafði afspirnu í förm sér. smá speki frá mér. en vökviði öruggis plöntna ykkar og sáið vinarfræum.

kv.

herbert spámaður.

herbert jarðfræðingur að sunnan (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 22:10

56 identicon

Ég er nú alveg í hafnarfirðinum og ég fann mjög greinilega fyrir honum, hristist allt og nötraði, ekki ósvipað því og að ef húsið manns hefði allt í einu ákveðið að færast úr stað.

Það er spurning hvort það komi annar:)

Kiddi (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 23:38

57 identicon

ég var nú bara staddur í eden í hveragerði sem er rétt hjá upphafi skjáltans, og ég get staðfest að þetta var Rosalegur skjálfti. húsið sveiflaðist til hliðanna og flest allt sem var í hillum og kælum endaði á gólfinu...

AJE (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 00:10

58 identicon

Ég lá nú bara lasin uppi í rúminu með góða bók.. Þvottavélin var í gangi og ég hélt fyrst að hún væri orðin eitthvað klikkuð. En þegar að ég sé ljósakrónuna mína og gluggatjöldin hreyfast til fattaði ég að þetta var jarðskjálfti. svo heyrði ég í jörðinni fyrir neðan mig nötra í smá tíma.

erla (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 00:44

59 identicon

Það er allt í rústi heima hjá mér....það er ekki einn hlutur sem er heill. Allar bókahillur, gólfklukkur og skrifborð hrundu..og ég bý í Hveragarerði. Þannig að jú væni það var jarðskjálfti!! Ég get ekki einu sinni opnað hurðina inní herbergið mitt

Inga (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 00:45

60 identicon

haha ég bý á selfossi og það var ALLT sem mögulega getur brotnað brotið. Glös dottin ur öllum hillum, rauðvinsflöskurnar brotnar húsið angar af rauðvínslykt, öll húsgögn frá veggjum sprungur í gegnum veggina. ljósin öll dottin úr loftinu, og glerbrot útum allt, skutust í mig fullt af glerbrotum og ofnarnir allir farir úr veggjum og bara allt í RÚST !

dísa (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 14:59

61 identicon

Talning á asnaeyrum stendur yfir.

Már Högnason (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 08:23

62 Smámynd: Adda bloggar

Adda bloggar, 31.5.2008 kl. 14:25

63 identicon

þetta átti að vera sonur SPURS. sagði oflugasti herforingi sjóflotanns í pakinistan um leið og jarðskjálfti reið þar yfir! svo þið skulið halda ró ykkar börnin mín.

fuglar eru ekki tenntir. smá speki frá mér.

kv.

herbert spámaður.

herbert spámaður (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 20:29

64 identicon

Hvernig væri að fólkið sem býr á jarðskjálftasvæðum færi að festa hillur við veggina og útbúa heimili sín þannig að það fari ekki allt í steik þegar það hristist smá, ég vorkenni þessu fólkinu þarna lítið enda greinilega megnið af þeim. ekki með örugg heimili

Stefán (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband