29.5.2008 | 14:51
Afmæli hjá úthverfi?
Mér finnst svolítið skrítið að það sé verið að halda upp á afmæli hjá einu úthverfi á höfuðborgarsvæðinu. Það eru nú ekki svo mörg ár síðan Hafnarfjörður sleit sig frá Reykjavík og fékk eigin bæjarstjórn. Kannski fer Grafarvogur að halda upp á 100 ára afmælið sitt bráðum? Mér finnst allavega fólk vera að gera allt of mikið úr ómerkilegum atburði.
Kötturinn minn (Hrellir) hefur engan áhuga á svona málum, hann vill miklu frekar borða fisk.
100 ára Hafnarfjörður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Tekið af hafnarfjordur.is :
"Hafnarfjörður fékk kaupstaðarréttindi 1. júní, 1908. Þá bjuggu 1469 manns í bænum."
"Hafnarfjarðar er fyrst getið svo heitið geti í heimildum um 1400 en þó er staðarins getið í Landnámabók."
Seinast þegar ég vissi er grafarvogur ekki með kaupsstaðarréttindi hvað þá búinn að vera með þau í 100 ár!
hrefna (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 16:48
hvaða neikvæðni er þetta.. einsog fólk megi ekki gera sér glaðan dag yfir þessum atburði.
Bara frábært hvað er mikið að gerast í Hafnarfirði þessa helgina, frábært að efla menningu á þennan hátt :)
Agla (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 20:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.