29.5.2008 | 12:32
Þetta er út í hött
Mér finnste verið að gera lítið úr dánu fólki með þessu. Halda þessir vörubílstjórar, eða hvað sem þeir kalla sig þessa dagana, virkilega að það fólk hafi engar tilfinningar? Eins og skáldið góða sagði: Við gerum ekki grín að dauðanum, hann gerir grín að okkur.
Ég á kött sem heitir Hrellir, og ég veit það að ef hann væri dáinn þá myndi hann ekki vera ánægður með þessi mótmæli.
Táknræn útför á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
æji þetta eru nú frekar kjánaleg rök á frekar kjánalegu bloggi...
Steinar (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 12:49
Mér finnst þetta frekar kjánaleg athugasemd á frekar kjána... ég meina fínu bloggi.
Böðvar Hlöðversson, 29.5.2008 kl. 13:03
Það er ekkert verið að gera lítið úr dánu fólki hérna!!
Ertu ekki að skilja þetta kannski?
Það þarf ekki að taka hlutina svona rosalega nærri sér.
Linda (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 13:05
Mér sýnist sumir ekki alveg vera að kveikja á perunni hérna.... ;) - Gott blogg í alla staði, ég finn til með Hrelli.
Halli (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 13:12
ææ greyið kisinn þinn..........eða þannig!!
Lítið um samstöðu á þínum bæ,reyndu nú að standa með okkur almúganum!!!
Jón Pálsson (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 16:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.