Má skrá hvern sem er í símaskrána?

Mér finnst þetta alveg út í hött. Símaskráin á að vera tól fyrir fólk til að finna heimilisföng og símanúmer, og hún er enginn staður fyrir grín eins og það að setja jólaköttinn þarna inn. Mér finnast þetta alveg forkastanleg vinnubrögð.
Ég á kött (hann ber nafnið Hrellir) og ég ætla mér að nýta mér þetta fordæmi til að skrá hann í símaskrána, þó hann sé ekki með eigin síma enn.


mbl.is Jólakötturinn í símaskránni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Berglind Inga

Ef þú hefðir lesið fréttina hefðir þú séð að Jólakötturinn prýðir myndasögu á forsíðunni.

Berglind Inga, 28.5.2008 kl. 13:00

2 Smámynd: Böðvar Hlöðversson

Að sjálfsögðu las ég fréttina! Hvurs lags aðdróttanir eru þetta!? Mér finnst það bara ekkert gera málið minna alvarlegt þó kötturinn sé líka á forsíðunni.

Böðvar Hlöðversson, 28.5.2008 kl. 13:50

3 Smámynd: Berglind Inga

Þetta voru ekki aðdróttanir að neinu tagi. Ég skil ekki hvernig myndin á forsíðunni getur truflað það að hægt sé að finna fólk og heimilisföng í símaskránni. Fannst þér truflandi þegar það var mynd af fjúkandi tjaldi á forsíðunni?

Berglind Inga, 28.5.2008 kl. 15:08

4 Smámynd: Böðvar Hlöðversson

Þessi ummæli dæma sig sjálf.

Böðvar Hlöðversson, 28.5.2008 kl. 15:45

5 identicon

Það má vera, en þau svara sér ekki sjálf.
Þú gast bara ekki hugsað upp neitt sniðugt svar svo þú reyndir að koma með eitthvað til að þurfa ekki að segja meira.
Lélegt

Stefán (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband