28.2.2008 | 21:19
Ég hef lausn á vandamálum HSÍ
Til: hsi@hsi.is
Efni: Þjálfaramál
Ágæti viðtakandi,
Ég hef undanfarið heyrt fregnir af því að það sé erfitt að fá fólk til starfa við þjálfun íslenska karlalandsliðsins í handknattleik. Nú veit ég reyndar að búið er að finna góðan mann í starfið tímabundið en ég vildi samt benda ykkur á að ég er boðinn og búinn að taka við þjálfun landsliðsins hvenær sem er. Ég hef mikla reynslu af stjórnunarstörfum, ég hef t.d. rekið mitt eigið fyrirtæki, Heildrænar allsherjarlausnir á sviði samskipta við gagnvirk rafeindatæki í hartnær 14 mánuði. Mig langar í leiðinni að forvitnast um það hver vinnutíminn er, hvaða fríðindi fylgja starfinu o.s.frv. Myndi HSÍ t.d. greiða internet fyrir mig?
Annað um mig: Ég get ekki unnið mjög snemma á morgnana því mér finnst þægilegra að sofa út. Ég er frekar flughræddur þ.a. ég gæti ekki alltaf fylgt liðinu á stórmót, nema ég geti farið með Norrænu. Að auki fæ ég stundum svimaköst og brjóstsviða þegar ég þarf að standa lengi þ.a. stundum væri betra fyrir mig að sitja í stúkunni. Ég fer ekki fram á há laun, t.d. myndi ég alveg sætta mig við 600.000 kr. í byrjunarlaun en það væri fínt að fá helminginn greiddan í Evrum. Vinsamlegast hafið samband ef þið hafið áhuga.
kv.
Böðvar Hlöðversson
Framkvæmdastjóri
Heildrænar allsherjarlausnir á sviði samskipta við gagnvirk rafeindatæki heildraenar.allsherjarlausnir(hja)gmail.com
Dagur að taka við þjálfun austurríska landsliðsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þú ert virkilega fyndinn...
David Hasselhoff (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 22:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.