7.5.2008 | 15:27
Hver rændi hvern?
Ég skil ekki alveg þessa frétt; hvort var bankaræninginn að ræna bankann eða bankinn að ræna bankaræningjann? Mér finnst að það mætti orða þessa frétt betur.
Annars er ég feginn að sjá að kötturinn minn (sem heitir Hrellir) var ekki þarna að verki. Hann var svolítið lengi úti í morgun og aldrei að vita nema hann hafi skellt sér í bankann í Hafnarfirði.
Myndir birtar af bankaræningja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.5.2008 | 09:14
Hrellir hrellir engan
Hrellir Umu Thurman fundinn sekur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.5.2008 | 10:33
Hann fékk það sem hann átti skilið
Enda átti hann annað sætið skilið. Spánverjar voru hreinlega með betra lag að þessu sinni. Þessi maður hefur enda ekki náð sér á strik síðan og að mestu leyti gefið tónlist upp á bátinn, fyrir utan eitt og eitt slakt lag. Annars vil ég benda fólki á að hægt er að sjá hið frábæra spánska lag hér: http://www.youtube.com/watch?v=PttitB620fM.
Ég á kött (hann heitir Hrellir) og ég er viss um að hann myndi standa sig með sóma á Eurovision. Veit annars einhver hvort reglurnar segi eitthvað um þáttöku katta? Hann myndi án efa vekja mikla athygli og vera góð landkynning.
Annað sætið svíður enn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.4.2008 | 16:28
Þetta mun aldrei ganga upp
Ég held að það gangi aldrei upp að finna hentugt nafn á fyrirtækið sem kæmi út úr þessu. Spronþing? Spring? Kron? Harla ólíklegt.
Ég á kött (sem ber nafnið Hrellir) og ég leyfi mér að efast um að hann myndi samþykkja þessa sameiningu.
SPRON og Kaupþing saman? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.4.2008 | 13:29
Mér finnst þetta allt í lagi
Í fyrsta lagi þá kostar það heilmikla óþarfa vinnu að setja einhverja yfirbreiðslu á vörubílinn, fyrir utan það hvað það kostar að kaupa hana. Svo eru vörubílstjórar náttúrulega búnir að leggja ótrúlega mikið á sig fyrir samfélagið með því að mótmæla bensínverði, t.d. var einn þeirra kýldur og nefbrotinn af löggu nýlega bara vegna þess að hann vildi sækja bílinn sinn sem var gerður upptækur fyrir ekki neitt. Svo skil ég ekki hvað þessir bílstjórar eru að væla yfir því að það fari sandur á framrúðuna þeirra, hafa þeir aldrei heyrt um framrúðutryggingu?
Annars lenti kötturinn minn (hann heitir Hrellir) einu sinni í því að fá sand í augun þegar ég var úti að labba með hann, en hann harkaði það bara af sér enda prýðisköttur.
Vörubílstjórar nota ekki yfirbreiðslur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.4.2008 | 12:07
Ég myndi verða brjálaður!
Röktu slóð krotaranna frá miðborg upp í Hlíðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.4.2008 | 13:35
Þetta er alls ekki nógu gott!
Verðbólgan skelfileg" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.2.2008 | 21:19
Ég hef lausn á vandamálum HSÍ
Til: hsi@hsi.is
Efni: Þjálfaramál
Ágæti viðtakandi,
Ég hef undanfarið heyrt fregnir af því að það sé erfitt að fá fólk til starfa við þjálfun íslenska karlalandsliðsins í handknattleik. Nú veit ég reyndar að búið er að finna góðan mann í starfið tímabundið en ég vildi samt benda ykkur á að ég er boðinn og búinn að taka við þjálfun landsliðsins hvenær sem er. Ég hef mikla reynslu af stjórnunarstörfum, ég hef t.d. rekið mitt eigið fyrirtæki, Heildrænar allsherjarlausnir á sviði samskipta við gagnvirk rafeindatæki í hartnær 14 mánuði. Mig langar í leiðinni að forvitnast um það hver vinnutíminn er, hvaða fríðindi fylgja starfinu o.s.frv. Myndi HSÍ t.d. greiða internet fyrir mig?
Annað um mig: Ég get ekki unnið mjög snemma á morgnana því mér finnst þægilegra að sofa út. Ég er frekar flughræddur þ.a. ég gæti ekki alltaf fylgt liðinu á stórmót, nema ég geti farið með Norrænu. Að auki fæ ég stundum svimaköst og brjóstsviða þegar ég þarf að standa lengi þ.a. stundum væri betra fyrir mig að sitja í stúkunni. Ég fer ekki fram á há laun, t.d. myndi ég alveg sætta mig við 600.000 kr. í byrjunarlaun en það væri fínt að fá helminginn greiddan í Evrum. Vinsamlegast hafið samband ef þið hafið áhuga.
kv.
Böðvar Hlöðversson
Framkvæmdastjóri
Heildrænar allsherjarlausnir á sviði samskipta við gagnvirk rafeindatæki heildraenar.allsherjarlausnir(hja)gmail.com
Dagur að taka við þjálfun austurríska landsliðsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.2.2008 | 22:14
Viðbrögð mín við þessari frétt
To: microsoft@microsoft.com
Subject: A business proposal
Dear Mr. Bill Gates,
I am an Icelandic man, and I run a company called "Global solutions for interactive electronic devices" here in Iceland. I have been using Microsoft products since the dawn of the computer age. I even remember products like Microsoft Office 2000, but that's not the reason for this email. I just heard in the news that Microsoft is going to show other people the source code to their applications, so I was wondering if you could please send me the source code to an application called "Microsoft Windows" that you make. I could even change the name of the application and sell it here in Iceland under that name (maybe Microsoft Doors?) Please let me know if you are interested in this, and I think this might be the start of a beautiful friendship.
Best regards,
Böðvar Hlöðversson CEO
Heildrænar allsherjarlausnir á sviði samskipta við gagnvirk rafeindatæki
Iceland
heildraenar.allsherjarlausnir(hjá)gmail.com
Microsoft sviptir hulunni af hugbúnaðartækni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.2.2008 | 13:10
Ég vann einu sinni í Microsoft
Minesweeper. Ég kláraði minnsta borðið (10x10) á innan við fimm mínútum, sem er persónulegt met.
Ekki það að það tengist fréttinni mikið, langaði bara svona að segja frá þessu.
Microsoft vill kaupa Yahoo! | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |