Hvernig fæ ég peningana mína?

Ef Glitnir hefur stöðvað greiðslur, get ég þá ekki tekið út peningana mína? Ég á tugi þúsunda króna á tékkareikningi þarna og ég þarf að geta nálgast þessa peninga þegar ég þarfnast þeirra! Það er algjör hneysa að Héraðsdómur veiti þeim heimild til þessa fáránlega gjörnings. Sem betur fer á ég nokkra þúsundkalla hjá Kaupþingi sem ég get sótt ef í harðbakkann slær, þeir myndu nú ekki reyna að sækja um svona bjánalega heimild.

Ég á kött, sem heitir Hrellir, og hann hefur verið óttalega svangur upp á síðkastið. Hann er búinn að bæta við sig hálfu kílói á nokkrum mánuðum þ.a. hann er kominn vel á áttunda kílóið! Það er svo sem fínt, þá er bara meiri köttur fyrir mig til að klappa.


mbl.is Glitnir fær greiðslustöðvun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: H G

Hér er um að ræða Glitnis-útibúin erlendis. Á Íslandi heita stóru bankarnir þrír nú Nýi Glitnir, Nýja Kaupþing og NBI.      Málið er að fólk hefur þegar tekið mikið af fé sínu út úr útibúunum erlendis (svokallað áhlaup)- og  eru bankarnir að reyna að ná inn sem mestu af því sem eiga útistandandi - sem  þýðir að selja með afslætti/afföllum. Þetta tekur tíma og því mun frestur þessi, greiðslustöðvun, veittur. 

H G, 24.11.2008 kl. 17:55

2 identicon

ertu ekki að grínast!!! heldur þú virkilega að þú getir ekki tekið út af tékka reikningnum þínum

nn (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 22:18

3 Smámynd: H G

nn!   Engar áhyggjur! Böðvar og hundurinn hans eru grínfígúrur   Lestu bara nokkur síðustu blogginn þeirra - þá sérðu það. Kveðja!

H G, 24.11.2008 kl. 22:37

4 Smámynd: Heimir Tómasson

Og lestu höfundaupplýsingarnar. Snilld.

Heimir Tómasson, 25.11.2008 kl. 03:02

5 Smámynd: Böðvar Hlöðversson

Hundur? Grínfígúrur? Nú þykir mér týra!

Böðvar Hlöðversson, 25.11.2008 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband