Af hverju er þetta ólöglegt?

Þessi maður (af hverju er það tekið fram að þetta hafi verið maður en ekki kona?) hefur greinilega lagt þó nokkra vinnu í að gera þennan seðil, og útkoman er hreint ekki slæm. Nú hefur átt sér stað gengishrun og verðbólgan er komin upp úr öllu valdi þ.a. það er komin þörf fyrir nýjan og stærri seðil. Því ætti seðlabankinn í rauninni að verðlauna þennan mann fyrir að hafa sparað þeim ómakið við að hanna seðilinn. Svo er t.d. munurinn á 500 og 5000 króna seðlum aðeins sá að þeir eru öðruvísi á litinn og það er eitt auka núll á þeim síðarnefnda. Ekki er fólk handtekið fyrir að nota 5000 króna seðla þ.a. þegar einhver kemur með fallegan seðil sem er rétt merktur eftir kúnstarinnar reglum ætti að sjálfsögðu að taka hann góðan og gildan eins og starfsfólkið gerði í þessu tilfelli.

Ég á kött, sem heitir Hrellir, og hann er ennþá mjög leiður yfir því að ekki sé hægt að nota 100 krónu seðla lengur. Ég sendi hann stundum út í sjoppuna hérna nálægt til að sækja bland í poka og það var miklu auðveldara að festa seðla á feldinn á honum heldur en 300 krónur í klinki. Maður þarf að nota meira límband og honum finnst svo vont þegar ég tek límbandið af því það rifna nokkur hár úr feldinum um leið.


mbl.is Notaði seðil með mynd af Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta var lokaverkefni hjá nemanda í Listaháskólanum nú í vor.

Á opnunardag sýningarinnar var fólki frjálst að taka með sér eitt stykki seðil sem minjagrip um sýninguna.

Að um sé að ræða peningafals er fjarri lagi, enda kvittar hönnuðurinn undir seðilinn með eigin nafni.

lesandi (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 12:40

2 Smámynd: Thee

Ég hef séð Hrellir út í sjoppu, fallegur köttur.

Thee, 5.11.2008 kl. 12:58

3 Smámynd: Landfari

Er ekki augljóst að þú hefur sent Hrelli með seðilinn út í búð og ert að reyna að fegra málstaðinn.

Held að þú gerir þér ekki gein fyrir alvarleika málins. Kötturinn gæti lent í steininum fyrir svona útsmogna fjármálaglæpi.

Það hefði nú verið ólíkt heiðarlegra hjá þér að millifæra bara milljarð eða svo á reikninginn þinn í Dubai. Það er bara eins og þú lærir ekkert af þér færari mönnum.

Landfari, 5.11.2008 kl. 13:30

4 Smámynd: Thee

Inga það vita allir að orðið maður er notað rangt. Það er notað til að lýsa karlmanni.

Thee, 5.11.2008 kl. 13:39

5 Smámynd: Landfari

Thee, viltu meina að konur séu ekki menn????

Landfari, 5.11.2008 kl. 17:44

6 Smámynd: Thee

Konur eru líka menn. En orðið MAÐUR er í flestum tilfellum notað yfir karlmenn, þó það tákni bæði kynin. Feministar eiga stórann þátt í að rugla í hausunum á okkur með þessu.

En er Hrellir með eigið blogg?

Thee, 6.11.2008 kl. 21:56

7 Smámynd: Böðvar Hlöðversson

Nei, Hrellir hefur ekki áhuga á að fá sér blogg, hann heldur að hans skoðanir eigi ekki upp á pallborðið hjá þjóðinni.

Böðvar Hlöðversson, 7.11.2008 kl. 16:01

8 identicon

Hvar fær maður tak í svona seðil? það væri ansi gaman að sýna fólki hér í Noregi hvað við Íslendingar erum duglegir að bjarga okkur þegar illa árar........

Ef einhver á svona seðil, og er viljugur til að láta hann, væri ég mjög þakklátur fyrir það!

Þórarinn Jóhann Jónsson (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 16:42

9 Smámynd: Landfari

Þórarinn, höfundur og framleiðandi hefur komið fram. Man ekki hvað hann heitir en þetta var útskriftarverkefni hjá honum við Listaskólann.

Þú verður bara að fletta í fréttum af þessu og finna hann þannig ef þþu færð ekki nákvæmari vísbendingar.

Nema löggan sé búin að gera upplagið upptækt.

Landfari, 12.11.2008 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband